Vestfjarðaleiðin markar nýja 950 km ferðamannaleið um Vestfirði og Dalabyggð sem opnaðist með opnun Dýrafjarðarganga. Vestfjarðaleiðin er ekki bara vegir heldur samblanda af menningu, sögu, náttúru og dýralífi.
Vestfjarðaleiðin er nær en margar grunar en aðeins eru 111 km frá Reykjavík inn á leiðina sem er því aðgengilegur og áhugaverður valkostur þar sem auðvelt er að kanna króka og kima svæðisins og upplifa óspillta náttúru og víðerni sem sífellt verður erfiðara að finna. Hvort sem þú ætlar að keyra leiðina alla eða hluta hennar þá hverjum við ferðalanga til að stoppa og njóta alls sem svæðið hefur upp á að bjóða. Hér gildir svo sannarlega orðatiltækið Njóta, ekki þjóta!
Hægt er að ferðast Vestfjarðaleiðina allar árstíðir en eins og Íslendingar þekkja verður að taka tillit til færðar og veðurs. Hægt er að nálgast sumarkort af leiðinni sem og vetrarkort, en leiðin tekur ákveðnum breytingum með árstíðunum.
Reglulegt flug er á Ísafjörð með AirIceland Connect og með Flugfélaginu Erni á Bíldudal. Jafnframt siglir ferjan Baldur frá Stykkihólmi til Bjánslæks daglega, nálgast má upplýsingar um siglingar hjá Sæferðum.