Vestfjarðaleiðin að sumri er eins og sólríkur draumur á dimmri vetrarnóttu, ævintýri í hverjum dal og firði, iðandi dýralíf, grænar hlíðar og miðnætursólin eina. Nema þegar rignir, þá lítur þetta örlítið öðruvísi út en ævintýrin engu að síður, drjúpa af hverju strái. Krókarnir sem hægt er að bæta við hinn 950 km langa hring eru margir og mismunandi, en eiga það þó allir sameiginlegt að vera ómissandi partur af Vestfjarðaleiðinni og nauðsynleg stopp á leið þinni hringinn.
Það ber þó að hafa í huga að alltaf er best að undirbúa sig vel og skipuleggja, sama á hvaða tíma árs er ferðast. Að athuga veður og færð er ekki bara vetraráhugamál hjá Vestfirðingum, það er nauðsyn fyrir alla sem keyra Vestfjarðaleiðina að hafa veður og færð í vasanum.
Veðrið - www.vedur.is
Færð á vegum - www.vegagerdin.is
Ferðtillögur - www.upplifdu.is