Íbúðir

3
Leaflet | © OpenStreetMap contributors

Nýtt og glæsilegt heilsárshús að Háafelli í Dölum. Húsið er um 100 m2 og er byggt í burstabæjarstíl. Í miðju burstinni sem er um 45 m2 er mjög vel búið eldhús með ísskáp m/frysti, spanhelluborði, bakaraofn, örbylgjuofn , uppþvottavél og svo stofa með góðum svefnsófa fyrir 2. Rúmgóð svefnherbergin eru 2 og hvort um sig með svölum og sér baðherbergi með sturtu. Þriðja baðherbergið er einnig með sturtu og þar er þvottavél.

Mjög fallegt útsýni er yfir Hvammsfjörðinn og sólarlagið einstakt. Fínar gönguleiðir á fjöllin hér við túnfótinn.

Þetta er góður staður til að dvelja á ef fólk vill skoða það sem Dalirnir hafa uppá að bjóða en einnig er stutt í Borgarfjörðinn, út á Snæfellsnes og norður í Húnavatnssýslur og jafnvel á Vestfirði.

Gemlufall

Tvær íbúðir eru í húsinu og mögulegt er að leigja allt húsið eða sem stakar íbúðir.

Rými er fyrir 14 -16 manns.

Íbúð 1 - 6 manns.

Íbúð 2 - 6 manns + svefnsófi fyrir 2

Rúm eru uppábúin og handklæði fyrir gesti. Það fylgir ekki morgunverður en hægt er að panta með dagsfyrirvara morgunmat (8:00 - 9:30), nestispakka og aðrar léttari máltíðir.

Gisting í tveim íbúðum og húsi með sér heitum potti

Litla-Krossholt: er fyrir 5 manns
Stóra-Krossholt: er fyrir 7 manns
Ægisholt : sér hús með heitum potti, tekur 6-8manns Hnit: 65.521362, -23.400947 (65° 31.282'N, 23° 24.057'W)
ISN93: 296.611, 565.208

Aðrar vörur: landnámshænu egg, lambakjöt og hangikjöt.