Fuglaskoðun

Við bjóðum uppá sérsniðnar pakkaferðir á Vestfjörðum.

Einnig þá bjóðum við gott úrval af dagsferðum fyrir ferðamenn á Vestfjarðaleiðinni sem og skemmtiferðaskipafarþega.

Ef Vestfirðir eru áfangastaðurinn þá erum við þjónustuaðilinn sem þig vantar. Við erum staðsett á Ísafirði og sjáum um sölu og bókanir í alla afþreyingu, dagsferðir, bátaáætlun til Hornstranda og lengri ferðir sem í boði eru á svæðinu.

Vinsælustu dagsferðirnar okkar eru Vigurheimsókn og heimsókn til yfirgefna þorpsins Hesteyrar. Einnig kjósa margir að fara í hestaferðir, hvalaskoðun, leigja kayak eða hjól eða fara í jeppaferð. Hér er margt í boði og hægt að kynna sér ferðirnar á heimasíðu okkar www.vesturferdir.is.

Sala farmiða í Hornstrandabáta
Hornstrandir eru ekki í alfaraleið og til að komast þanngað þarf að ferðast með bát.Vesturferðir selja miða í áætlunarferðir til friðlandsins frá Ísafirði með Sjóferðum og Borea Adventure. Við leggjum mikla áherslu á að bátarnir og fyrirtækin sem við vinnum með séu með öll tilskilin leyfi.

Við bjóðum hópum margskonar þjónustu, allt frá stuttum bæjarferðum með leiðsögn heimamanna til margra daga gönguferða með leiðsögn um Hornstrandir. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og við setjum saman sérsniðið ferðatillögu og verðtilboð.

Wildlife Photo Travel standa fyrir vinnustofum og ljósmyndaferðum. Viðfangsefni ferðanna er íslenski refurinn og friðlandið á Hornströndum heimkynni hans.

Vinnustofurnar eru opnar öllum sem hafa áhuga á ljósmyndun, óháð því hvort þú sért byrjandi eða lengra kominn.

Einnig býður Wildlife Photo Travel ljósmyndaferðir í litlum hópum.

Borea Adventures á Ísafirði býður upp á ævintýraferðir með leiðsögn fyrir minni og stærri hópa.

Fyrirtækið á og rekur hraðbátinn Bjarnarnes sem flytur allt að 18 farþega í skipulögðum ferðum og sérferðum um Hornstrandir, Jökulfirði og Ísafjarðardjúp. Borea Adventures býður upp á ýmsar ferðir um friðlandið, þar sem gist er í tjöldum, tjaldbúðum í Hornvík eða í nýuppgerða eyðibýlinu á Kvíum í Jökulfjörðum.

Borea Adventures býður upp á fjölbreytt úrval lengri ferða, sem og dagsferða út frá Ísafirði. Kayakferðir um ævintýralega firði Hornstranda og Jökulfjarða, fjölbreyttar göngur um Hornstrandir og nágrenni Ísafjarðar, skíðaferðir, fjallahjólaferðir og náttúruupplifanir. Einnig eru í boði sérferðir, sérsniðnar að þörfum þeirra sem okkur vilja heimsækja.

Borea Adventures býr að einvala liði reynslumikilla og skemmtilegra leiðsögumanna, sem tryggja það að allir fari heim með bros á vör.

Eitthvað sérstakt - Nature and Cultural Walks with a view of Ísafjörður

Ísafjarðarganga - Áhugaverð ferð í gegnum tímann

Leiðsögukonan er klædd eins
og fiskverkakona frá 19. öld og leiðir ykkur í gegnum bæinn og upp í hlíðina fyrir
ofan Ísafjörð. Hún sýnir áhugaverða staði, gefur innsýn inn í sögu Ísafjarðar
og segir sögur og sagnir bæði úr fortíð og nútíð. Það eru sögur um vættir okkar
eins og álfum, tröllum og draugum. Leiðsögukona skiptir nestinu sínu með gestum.
(2 klst.)

Ef þú vilt fá innsýn í sögu Ísafjarðar og heyra fleiri sögur og sögur um fólkið, drauga, álfa, tröll og aðrar dulrænar verur forna og nútíma Álfar, tröll og sögur (2 tímar), væri réttur ganga fyrir þig. Einnig er gangan án hæðarmunar.

Í lok þessar tvær ferðar er gefinn kostur á því að lengja ferðina um:

Into Nature (1 hour)

Traditional Tasting (20 min.)

Vistit the Church (20 min)

Aðrir gönguferðir eru:

Jarðsögu og jarðfræði (3 klst.)
Gróður Vestfjarða eða Haustlitir (3 klst.)

Náttúruganga (5 klst.)
Komdu að smakka (3,5 klst.)

Persónuleg leiðsögn skv.
beiðni

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Opnunartímar;

Mán - Fös 08:00 - 17:00

Lau + Sun 10:00 - 12:00

Amazing Westfjords býður upp á náttúrulífs ferðir um Ísafjarðardjúp með leiðsögn á bátunum Ölver ÍS 432 og Straumur ÍS 433. Leiðsögumennirnir um borð munu fræða ykkur um sögu Djúpsins, ásamt því að segja frá dýralífinu sem að ríkir í djúpinu og náttúrunni sem að umkringir Ísafjarðardjúpið.

Þúsundir fuglar setjast að og búa sér til hreiður á vorinn og eru hér yfir sumartíman þar á meðal er það lundinn, kría og æðarkolla sem að eru þær tegundir sem að sjást mest. Hnúfubakur og Hrefna eru meðal þeirra hvala sem að við sjáum mest, ásamt því að sjá selina lyggjandi á skerjum , sem að líta út fyrir að gera lítið annað en að baða sig í heitri sumar sólinni. Óhætt er að segja að Ísafjarðardjúpið yði af lífi að sumri til og er þetta ferð sem að enginn ætti að missa af.

Einnig býður Amazing Westfjords upp á sjóstöng á Straumi ÍS, þar sem að allt að 5 farþegum geta notið sýn við sjóstangaveiðar. Farið er með farþega út á Ísafjarðardjúp sem er draumur sjóstangaveiðimanna þar mikil veiði á t.d. þorski, karfa og ufsa ásamt fleiri fisk tegundum. Sjóstangarferðinn tekur um það bil 3 klukkustundir, fiskurinn er flakaður um borð og gestir taka gjarnan fenginn heimmeð sér.

Allar upplýsingar varðandi ferðirnar og bókannir er að finna á vefsíðunni amazing-westfjords.is

Wildlife Photo Travel bjóða upp á 8 daga ljósmynda vinnustofu, þar sem viðfangsefnið er heimskautarefurinn á Hornströndum. Viltlífs ljósmyndaferðalög. Wildlife Photo Travel samanstendur af landslags- og dýralífs ljósmyndurum með ástríðu fyrir hrárri náttúrunni sem fyrirfinnst í íslenskum freðmýrum.

Í ljósmyndaferðunum okkar lærir þú ljósmyndatækni, heimsækir þú friðlandið á Hornströndum heimkynni refanna, þar sem þú kemst í einstaka nálægð við þessa ferfættu landnema.

Vinnustofurnar okkar eru opin öllum þeim sem hafa áhuga á ljósmyndum óháð kunnáttu og eru ferðirnar aðlagaðar að getu þátttakenda.

Eining er boðið upp á einkaferðir fyrir litla hópa. Endilega sendið fyrirspurn ef það eru einhverjar spurningar.