Við bjóðum uppá sérsniðnar pakkaferðir á Vestfjörðum.
Einnig þá bjóðum við gott úrval af dagsferðum fyrir ferðamenn á Vestfjarðaleiðinni sem og skemmtiferðaskipafarþega.
Við bjóðum uppá sérsniðnar pakkaferðir á Vestfjörðum.
Einnig þá bjóðum við gott úrval af dagsferðum fyrir ferðamenn á Vestfjarðaleiðinni sem og skemmtiferðaskipafarþega.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Opnunartímar;
Mán - Fös 08:00 - 17:00
Lau + Sun 10:00 - 12:00
Amazing Westfjords býður upp á náttúrulífs ferðir um Ísafjarðardjúp með leiðsögn á bátunum Ölver ÍS 432 og Straumur ÍS 433. Leiðsögumennirnir um borð munu fræða ykkur um sögu Djúpsins, ásamt því að segja frá dýralífinu sem að ríkir í djúpinu og náttúrunni sem að umkringir Ísafjarðardjúpið.
Þúsundir fuglar setjast að og búa sér til hreiður á vorinn og eru hér yfir sumartíman þar á meðal er það lundinn, kría og æðarkolla sem að eru þær tegundir sem að sjást mest. Hnúfubakur og Hrefna eru meðal þeirra hvala sem að við sjáum mest, ásamt því að sjá selina lyggjandi á skerjum , sem að líta út fyrir að gera lítið annað en að baða sig í heitri sumar sólinni. Óhætt er að segja að Ísafjarðardjúpið yði af lífi að sumri til og er þetta ferð sem að enginn ætti að missa af.
Einnig býður Amazing Westfjords upp á sjóstöng á Straumi ÍS, þar sem að allt að 5 farþegum geta notið sýn við sjóstangaveiðar. Farið er með farþega út á Ísafjarðardjúp sem er draumur sjóstangaveiðimanna þar mikil veiði á t.d. þorski, karfa og ufsa ásamt fleiri fisk tegundum. Sjóstangarferðinn tekur um það bil 3 klukkustundir, fiskurinn er flakaður um borð og gestir taka gjarnan fenginn heimmeð sér.
Allar upplýsingar varðandi ferðirnar og bókannir er að finna á vefsíðunni amazing-westfjords.is
Borea Adventures á Ísafirði býður upp á ævintýraferðir með leiðsögn fyrir minni og stærri hópa.
Fyrirtækið á og rekur hraðbátinn Bjarnarnes sem flytur allt að 18 farþega í skipulögðum ferðum og sérferðum um Hornstrandir, Jökulfirði og Ísafjarðardjúp. Borea Adventures býður upp á ýmsar ferðir um friðlandið, þar sem gist er í tjöldum, tjaldbúðum í Hornvík eða í nýuppgerða eyðibýlinu á Kvíum í Jökulfjörðum.
Borea Adventures býður upp á fjölbreytt úrval lengri ferða, sem og dagsferða út frá Ísafirði. Kayakferðir um ævintýralega firði Hornstranda og Jökulfjarða, fjölbreyttar göngur um Hornstrandir og nágrenni Ísafjarðar, skíðaferðir, fjallahjólaferðir og náttúruupplifanir. Einnig eru í boði sérferðir, sérsniðnar að þörfum þeirra sem okkur vilja heimsækja.
Borea Adventures býr að einvala liði reynslumikilla og skemmtilegra leiðsögumanna, sem tryggja það að allir fari heim með bros á vör.
Sjóferðir ehf er nýtt fyrirtæki í farþegaflutningum til Hornstranda sem stofnað var haustið
2020. Sjóferðir tóku við tveim af bátum Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar og reka
áfram með svipuðu sniði.
Sjóferðir er fjölskyldufyrirtæki sem rekið er af Stíg Berg Sophussyni og unnustu hans
Henný Þrastardóttur. Stígur vann hjá Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar frá árinu
2006 allt þar til hann sjálfur stofnar sitt eigið fyrirtæki og tekur við
rekstri bátanna. Hann hefur því töluverða reynslu af svæðinu og miðlar þekkingu
sinni af svæðinu og fólkinu sem þar bjó með farþegum sínum.
Bátar Sjóferða eru gæðaeintök sem búnir eru 2 mjög nýlegum vélum til að tryggja
öryggi farþega enn frekar. Sjóferðir státa af því að hafa ávallt öll leyfi og
tryggingar í lagi ásamt því að hafa vel þjálfaðar áhafnir. Bátarnir eru
misstórir og henta í misjöfn verkefni. Annars vegar er það Ingólfur, 30 farþega
bátur með krana sem nýtist í þungaflutninga. Stærri báturinn er svo Guðrún, 48
farþega bátur sem oft fær viðurnefnið "drottningin".
Ferðir Sjóferða hefjast allar á Ísafirði þar sem hægt er að stíga beint um borð, en
notast þarf við slöngubáta til að ferja fólk og farangur í og úr landi innan
friðlandsins.
Áætlun Sjóferða má nálgast á heimasíður fyrirtækisins www.sjoferdir.is
Einnig er hægt að panta bátana í sérferðir hvenær sem er og má þá hafa samband í sjoferdir@sjoferdir.is eða hjá Stíg í síma 8669650
Sólsetur í Dyrafirði,
2 til 3 tímar.
Í þessari ferð sjáum við og upplifum Dyrafjörðinn skarta sínu fegursta og Sólsetrið frá nýju og frábæru sjónarhorni á meðan við njótum kyrrðarinnar í firðinum.
Selaferð í firði Víkinganna.
2 til 3 tímar.
Á góðum degi geta legið allt að 20 selir að sóla sig á steinunum í fjörunni. Selurinn er mjög forvitinn og það er frábært að fylgjast með þeim þegar að þeir synda umhverfis kayakana.
Hjá Beffa Tours er boðið upp á siglingu um Arnarfjörð, sem er með fallegri fjörðum landsins. Í firðinum hefur hnúfubakur komið sér fyrir til sumardvalar okkur til mikillar ánægju og er boðið upp á daglegar ferðir í hvalaskoðun á föstum tímum yfir sumarið, en eftir samkomulagi þess utan. Einnig er boðið upp á ferðir í sjóstöng, þar sem gestum er velkomið að taka aflann með sér heim.
Báturinn rúmar allt að 7 farþega og er gestum velkomið að upplifa sjávarniðinn á dekkinu eða koma sér fyrir inni í hlýjunni hjá skipstjóranum og heyra hann ausa úr viskubrunni sínum. Hægt er að bóka bátinn í prívatferðir, tilvalið fyrir fjölskyldur og vinahópa.
Hvalaskoðun:
20. júní- 20. ágúst: daglega kl. 08:30 og 19.30, lengd ferðar 2 klst.
20. ágúst- 31. október: brottför eftir samkomulagi, lengd ferðar 2 klst.
Sjóstangveiði:
Sérferðir er hægt að bóka á heimasíðu eða í síma.
Prívatferðir, náttúruskoðun og skutl:
Hægt að bóka með tölvupósti eða í síma.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Ef Vestfirðir eru áfangastaðurinn þá erum við þjónustuaðilinn sem þig vantar. Við erum staðsett á Ísafirði og sjáum um sölu og bókanir í alla afþreyingu, dagsferðir, bátaáætlun til Hornstranda og lengri ferðir sem í boði eru á svæðinu.
Vinsælustu dagsferðirnar okkar eru Vigurheimsókn og heimsókn til yfirgefna þorpsins Hesteyrar. Einnig kjósa margir að fara í hestaferðir, hvalaskoðun, leigja kayak eða hjól eða fara í jeppaferð. Hér er margt í boði og hægt að kynna sér ferðirnar á heimasíðu okkar www.vesturferdir.is.
Sala farmiða í Hornstrandabáta
Hornstrandir eru ekki í alfaraleið og til að komast þanngað þarf að ferðast með bát.Vesturferðir selja miða í áætlunarferðir til friðlandsins frá Ísafirði með Sjóferðum og Borea Adventure. Við leggjum mikla áherslu á að bátarnir og fyrirtækin sem við vinnum með séu með öll tilskilin leyfi.
Við bjóðum hópum margskonar þjónustu, allt frá stuttum bæjarferðum með leiðsögn heimamanna til margra daga gönguferða með leiðsögn um Hornstrandir. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og við setjum saman sérsniðið ferðatillögu og verðtilboð.