Dagsferðir

Fisherman er ferðaskipuleggjandi með fullgild réttindi sem hefur aðsetur á Suðureyri. Fisherman er líka ástríðufullur matgæðingur sem elskar að taka á móti frábæru fólki frá öllum heimshornum og gefa þeim ekta lífsreynslu. Fisherman býður upp á ferðir sem sameina bæði menningarlega og matargerðarlega upplifun sem og að bjóða upp á hótelgistingu.

Hótelgestir fá Seafood Trail ókeypis yfir sumartímann. Gestir geta einnig tekið sér hlé á kaffihúsinu í miðbæ þorpsins.

Fisherman Seafood Trail, vörumerki fyrirtækisins og leiðsögn, býður upp á einstaka upplifun af rólegum ferðalögum.

Dekraðu við skynfærin með sælkerasmökkun, sögu staðarins í afskekktri, fallegri og sjálfbærri Suðureyri og kynntu þér hvernig sjávarútvegurinn hefur mótað íslenska menningu, fyrr og nú.

Það eru daglegar brottfarir yfir sumartímann en vinsamlegast hringið á undan til að staðfesta tímasetningu.

Borea Adventures á Ísafirði býður upp á ævintýraferðir með leiðsögn fyrir minni og stærri hópa.

Fyrirtækið á og rekur hraðbátinn Bjarnarnes sem flytur allt að 18 farþega í skipulögðum ferðum og sérferðum um Hornstrandir, Jökulfirði og Ísafjarðardjúp. Borea Adventures býður upp á ýmsar ferðir um friðlandið, þar sem gist er í tjöldum, tjaldbúðum í Hornvík eða í nýuppgerða eyðibýlinu á Kvíum í Jökulfjörðum.

Borea Adventures býður upp á fjölbreytt úrval lengri ferða, sem og dagsferða út frá Ísafirði. Kayakferðir um ævintýralega firði Hornstranda og Jökulfjarða, fjölbreyttar göngur um Hornstrandir og nágrenni Ísafjarðar, skíðaferðir, fjallahjólaferðir og náttúruupplifanir. Einnig eru í boði sérferðir, sérsniðnar að þörfum þeirra sem okkur vilja heimsækja.

Borea Adventures býr að einvala liði reynslumikilla og skemmtilegra leiðsögumanna, sem tryggja það að allir fari heim með bros á vör.

Eitthvað sérstakt - Nature and Cultural Walks with a view of Ísafjörður

Ísafjarðarganga - Áhugaverð ferð í gegnum tímann

Leiðsögukonan er klædd eins
og fiskverkakona frá 19. öld og leiðir ykkur í gegnum bæinn og upp í hlíðina fyrir
ofan Ísafjörð. Hún sýnir áhugaverða staði, gefur innsýn inn í sögu Ísafjarðar
og segir sögur og sagnir bæði úr fortíð og nútíð. Það eru sögur um vættir okkar
eins og álfum, tröllum og draugum. Leiðsögukona skiptir nestinu sínu með gestum.
(2 klst.)

Ef þú vilt fá innsýn í sögu Ísafjarðar og heyra fleiri sögur og sögur um fólkið, drauga, álfa, tröll og aðrar dulrænar verur forna og nútíma Álfar, tröll og sögur (2 tímar), væri réttur ganga fyrir þig. Einnig er gangan án hæðarmunar.

Í lok þessar tvær ferðar er gefinn kostur á því að lengja ferðina um:

Into Nature (1 hour)

Traditional Tasting (20 min.)

Vistit the Church (20 min)

Aðrir gönguferðir eru:

Jarðsögu og jarðfræði (3 klst.)
Gróður Vestfjarða eða Haustlitir (3 klst.)

Náttúruganga (5 klst.)
Komdu að smakka (3,5 klst.)

Persónuleg leiðsögn skv.
beiðni

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Opnunartímar;

Mán - Fös 08:00 - 17:00

Lau + Sun 10:00 - 12:00

Amazing Westfjords býður upp á náttúrulífs ferðir um Ísafjarðardjúp með leiðsögn á bátunum Ölver ÍS 432 og Straumur ÍS 433. Leiðsögumennirnir um borð munu fræða ykkur um sögu Djúpsins, ásamt því að segja frá dýralífinu sem að ríkir í djúpinu og náttúrunni sem að umkringir Ísafjarðardjúpið.

Þúsundir fuglar setjast að og búa sér til hreiður á vorinn og eru hér yfir sumartíman þar á meðal er það lundinn, kría og æðarkolla sem að eru þær tegundir sem að sjást mest. Hnúfubakur og Hrefna eru meðal þeirra hvala sem að við sjáum mest, ásamt því að sjá selina lyggjandi á skerjum , sem að líta út fyrir að gera lítið annað en að baða sig í heitri sumar sólinni. Óhætt er að segja að Ísafjarðardjúpið yði af lífi að sumri til og er þetta ferð sem að enginn ætti að missa af.

Einnig býður Amazing Westfjords upp á sjóstöng á Straumi ÍS, þar sem að allt að 5 farþegum geta notið sýn við sjóstangaveiðar. Farið er með farþega út á Ísafjarðardjúp sem er draumur sjóstangaveiðimanna þar mikil veiði á t.d. þorski, karfa og ufsa ásamt fleiri fisk tegundum. Sjóstangarferðinn tekur um það bil 3 klukkustundir, fiskurinn er flakaður um borð og gestir taka gjarnan fenginn heimmeð sér.

Allar upplýsingar varðandi ferðirnar og bókannir er að finna á vefsíðunni amazing-westfjords.is

Hjá Beffa Tours er boðið upp á siglingu um Arnarfjörð, sem er með fallegri fjörðum landsins. Í firðinum hefur hnúfubakur komið sér fyrir til sumardvalar okkur til mikillar ánægju og er boðið upp á daglegar ferðir í hvalaskoðun á föstum tímum yfir sumarið, en eftir samkomulagi þess utan. Einnig er boðið upp á ferðir í sjóstöng, þar sem gestum er velkomið að taka aflann með sér heim.

Báturinn rúmar allt að 7 farþega og er gestum velkomið að upplifa sjávarniðinn á dekkinu eða koma sér fyrir inni í hlýjunni hjá skipstjóranum og heyra hann ausa úr viskubrunni sínum. Hægt er að bóka bátinn í prívatferðir, tilvalið fyrir fjölskyldur og vinahópa.

Hvalaskoðun:
20. júní- 20. ágúst: daglega kl. 08:30 og 19.30, lengd ferðar 2 klst.
20. ágúst- 31. október: brottför eftir samkomulagi, lengd ferðar 2 klst.

Sjóstangveiði:
Sérferðir er hægt að bóka á heimasíðu eða í síma.

Prívatferðir, náttúruskoðun og skutl:
Hægt að bóka með tölvupósti eða í síma.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Upplifðu Vestfirði á allt annan hátt, Wakeboard Iceland býður upp á magnaða upplifun í Vestfirskum vötnum og sjó, stígðu á brettið og undir leiðsögn reyndra leiðsögumanna mun búnaðinum okkar fleyta þér áfram.

Boðið er upp ferðir í litlum hópum(allt að 4 einstaklingar) í hálfan dag eða heilan dag. Nánari upplýsingar um ferðir og bestu staðina fyrir wakeboarding eru á heimasíðu Wakeboard Iceland.

Kómedíuleikhúsið er eina atvinnuleikhús Vestfjarða með bækistöðvar í Dýrafirði. Leikhúsið er með eigið leikhús í Haukadal í Dýrafirði sem ku vera minnsta atvinnuleikhús á Íslandi.

Á heimasíðu okkar www.komedia.is og facebook síðu Kómedíuleikhússins eru ávallt nýjustu fréttir af hvaða leiksýningar eru á fjölunum hverju sinni í minnsta atvinnuleikhúsi á Íslandi.

Allir nánari upplýsingar og miðasala er í síma 891 7025. Einnig er hægt að kaupa miða á allar sýningar okkar í Haukadal á tix.is

Ef Vestfirðir eru áfangastaðurinn þá erum við þjónustuaðilinn sem þig vantar. Við erum staðsett á Ísafirði og sjáum um sölu og bókanir í alla afþreyingu, dagsferðir, bátaáætlun til Hornstranda og lengri ferðir sem í boði eru á svæðinu.

Vinsælustu dagsferðirnar okkar eru Vigurheimsókn og heimsókn til yfirgefna þorpsins Hesteyrar. Einnig kjósa margir að fara í hestaferðir, hvalaskoðun, leigja kayak eða hjól eða fara í jeppaferð. Hér er margt í boði og hægt að kynna sér ferðirnar á heimasíðu okkar www.vesturferdir.is.

Sala farmiða í Hornstrandabáta
Hornstrandir eru ekki í alfaraleið og til að komast þanngað þarf að ferðast með bát.Vesturferðir selja miða í áætlunarferðir til friðlandsins frá Ísafirði með Sjóferðum og Borea Adventure. Við leggjum mikla áherslu á að bátarnir og fyrirtækin sem við vinnum með séu með öll tilskilin leyfi.

Við bjóðum hópum margskonar þjónustu, allt frá stuttum bæjarferðum með leiðsögn heimamanna til margra daga gönguferða með leiðsögn um Hornstrandir. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og við setjum saman sérsniðið ferðatillögu og verðtilboð.

Sólsetur í Dyrafirði,

2 til 3 tímar.

Í þessari ferð sjáum við og upplifum Dyrafjörðinn skarta sínu fegursta og Sólsetrið frá nýju og frábæru sjónarhorni á meðan við njótum kyrrðarinnar í firðinum.

Selaferð í firði Víkinganna.

2 til 3 tímar.

Á góðum degi geta legið allt að 20 selir að sóla sig á steinunum í fjörunni. Selurinn er mjög forvitinn og það er frábært að fylgjast með þeim þegar að þeir synda umhverfis kayakana.

Dalahestar er lítið fjölskyldu rekið fyrirtæki sem bíður upp á sérsniðna reiðtúra í fallegu nærumhverfi Hvammsfjarðar. Við bjóðum einstaklingum og litlum hópum að upplifa einstaka náttúru og útsýni.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Litlabyli Adventures er ferðaskrifstofa sem rekin er samhliða gistiheimilinu Litlabyli. Litlabyli er fallegt hús á Flateyri, byggt árið 1913 og hefur þar af leiðandi mikla sögu og góða sál. Litlabyli hefur nýlega verið gerð upp. Í húsinu eru fimm svefnherbergi og þar af eitt með sér baðherbergi.

Nú í sumar, 2020, verður húsið leigt út í heilu lagi. Hægt er að fá morgunverð ef óskað er, en þar er m.a. boðið uppá ljúfengan morgunmat með heimatilbúnum sultum, marmelaði og köku ásamt öðru góðgæti.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

ATV - Ísafjörður býður upp á fjórhjólaferðir með leiðsögn, þar sem hægt er að upplifa fjölbreytta náttúru í nágrenni Ísafjarðar á öruggan, einfaldan og skemmtilegan hátt í litlum hópum.

Við förum eftir malarslóðum, skoðum og upplifum staði sem erfitt getur verið er að nálgast á annan hátt. Uppi í fjöllunum er stórkostlegt útsýni og hægt að sjá yfir í næstu firði.

Okkar vinsælasta ferð er tveggja tíma ferð en hægt er að sérsníða ferðir fyrir hvern og einn. Hjólin okkar eru tveggja manna og einfalt að aka. Þú færð heilgalla, hjálm, hanska og leiðsögn. Allir sem hafa ökuréttindi geta ekið fjórhjóli og farþegar þurfa að vera 14 ára. Hámarksfjöldi í ferð er 8 manns (4 ökumenn og 4 farþegar).

Við bjóðum uppá sérsniðnar pakkaferðir á Vestfjörðum.

Einnig þá bjóðum við gott úrval af dagsferðum fyrir ferðamenn á Vestfjarðaleiðinni sem og skemmtiferðaskipafarþega.