Gönguferðir

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Opnunartímar;

Mán - Fös 08:00 - 17:00

Lau + Sun 10:00 - 12:00

Litlabyli Adventures er ferðaskrifstofa sem rekin er samhliða gistiheimilinu Litlabyli. Litlabyli er fallegt hús á Flateyri, byggt árið 1913 og hefur þar af leiðandi mikla sögu og góða sál. Litlabyli hefur nýlega verið gerð upp. Í húsinu eru fimm svefnherbergi og þar af eitt með sér baðherbergi.

Nú í sumar, 2020, verður húsið leigt út í heilu lagi. Hægt er að fá morgunverð ef óskað er, en þar er m.a. boðið uppá ljúfengan morgunmat með heimatilbúnum sultum, marmelaði og köku ásamt öðru góðgæti.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Borea Adventures á Ísafirði býður upp á ævintýraferðir með leiðsögn fyrir minni og stærri hópa.

Fyrirtækið á og rekur hraðbátinn Bjarnarnes sem flytur allt að 18 farþega í skipulögðum ferðum og sérferðum um Hornstrandir, Jökulfirði og Ísafjarðardjúp. Borea Adventures býður upp á ýmsar ferðir um friðlandið, þar sem gist er í tjöldum, tjaldbúðum í Hornvík eða í nýuppgerða eyðibýlinu á Kvíum í Jökulfjörðum.

Borea Adventures býður upp á fjölbreytt úrval lengri ferða, sem og dagsferða út frá Ísafirði. Kayakferðir um ævintýralega firði Hornstranda og Jökulfjarða, fjölbreyttar göngur um Hornstrandir og nágrenni Ísafjarðar, skíðaferðir, fjallahjólaferðir og náttúruupplifanir. Einnig eru í boði sérferðir, sérsniðnar að þörfum þeirra sem okkur vilja heimsækja.

Borea Adventures býr að einvala liði reynslumikilla og skemmtilegra leiðsögumanna, sem tryggja það að allir fari heim með bros á vör.

Hjá Beffa Tours er boðið upp á siglingu um Arnarfjörð, sem er með fallegri fjörðum landsins. Í firðinum hefur hnúfubakur komið sér fyrir til sumardvalar okkur til mikillar ánægju og er boðið upp á daglegar ferðir í hvalaskoðun á föstum tímum yfir sumarið, en eftir samkomulagi þess utan. Einnig er boðið upp á ferðir í sjóstöng, þar sem gestum er velkomið að taka aflann með sér heim.

Báturinn rúmar allt að 7 farþega og er gestum velkomið að upplifa sjávarniðinn á dekkinu eða koma sér fyrir inni í hlýjunni hjá skipstjóranum og heyra hann ausa úr viskubrunni sínum. Hægt er að bóka bátinn í prívatferðir, tilvalið fyrir fjölskyldur og vinahópa.

Hvalaskoðun:
20. júní- 20. ágúst: daglega kl. 08:30 og 19.30, lengd ferðar 2 klst.
20. ágúst- 31. október: brottför eftir samkomulagi, lengd ferðar 2 klst.

Sjóstangveiði:
Sérferðir er hægt að bóka á heimasíðu eða í síma.

Prívatferðir, náttúruskoðun og skutl:
Hægt að bóka með tölvupósti eða í síma.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Sveitahótelið Heydalur er í 130 km fjarlægð frá Ísafirði og 320 km - 340 km fjarlægð frá Reykjavík eftir því hvaða leið er valin. Veitingasalur, sem er í gamalli hlöðu, rúmar 70 - 100 manns og fundaraðstaða er fyrir 10 - 40 manns. Boðið er upp á gistingu fyrir 59 manns í átta tveggja manna og einu þriggja manna herbergi í flokki 3 og átta tveggja manna og tveimur þriggja manna herbergjum í flokki 4 öll með sér baðherbergjum ásamt þremur sumarbústöðum, annars vegar 10 manna og hins vegar 4 - 5 manna. Gott tjaldsvæði sem er opið frá 1. júní fram í októberlok.

Gnægð afþreyingar er í boði. Lítil sundlaug í suðrænu gróðurhúsi, heitur frumlegur pottur og náttúrulaug vígð af Gvendi góða. Kajak og hestaleiga með leiðsögn við allra hæfi, bæði styttri ferðir og dagsferðir. Veiði í vötnum. Á veturna snjóþrúgur og gönguskíði. Falleg gönguleið um dalinn sem eitt sinn hýsti 13 bæi. Friðaður birkiskógur. Fjölbreytt fuglalíf og plöntugróður. Fugla og plöntuspjöld eru til fróðleiks.

Veitingasalurinn er öllum opinn. Boðið er upp á fjölbreyttan matseðil, þar sem áhersla er lögð á mat úr héraði, heimaræktuðu grænmeti og nýveiddan silung úr eigið eldi. Veitingastaðurinn er með vínveitingaleyfi.

Á tjaldsvæðinu er snyrtiaðstaða með heitu vatni, þrjú kvenna og karla klósett og sturtur sitt hvoru megin. Rafmagn fyrir húsbíla og tjaldvagna. Leiksvæði bæði fyrir börn og unglinga. Frábært umhverfi til göngu og leikja í kjarrinu.

Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla

Gisting: 3 hús, 19 herbergi, 59 rúm

Við bjóðum uppá sérsniðnar pakkaferðir á Vestfjörðum.

Einnig þá bjóðum við gott úrval af dagsferðum fyrir ferðamenn á Vestfjarðaleiðinni sem og skemmtiferðaskipafarþega.

Eitthvað sérstakt - Nature and Cultural Walks with a view of Ísafjörður

Ísafjarðarganga - Áhugaverð ferð í gegnum tímann

Leiðsögukonan er klædd eins
og fiskverkakona frá 19. öld og leiðir ykkur í gegnum bæinn og upp í hlíðina fyrir
ofan Ísafjörð. Hún sýnir áhugaverða staði, gefur innsýn inn í sögu Ísafjarðar
og segir sögur og sagnir bæði úr fortíð og nútíð. Það eru sögur um vættir okkar
eins og álfum, tröllum og draugum. Leiðsögukona skiptir nestinu sínu með gestum.
(2 klst.)

Ef þú vilt fá innsýn í sögu Ísafjarðar og heyra fleiri sögur og sögur um fólkið, drauga, álfa, tröll og aðrar dulrænar verur forna og nútíma Álfar, tröll og sögur (2 tímar), væri réttur ganga fyrir þig. Einnig er gangan án hæðarmunar.

Í lok þessar tvær ferðar er gefinn kostur á því að lengja ferðina um:

Into Nature (1 hour)

Traditional Tasting (20 min.)

Vistit the Church (20 min)

Aðrir gönguferðir eru:

Jarðsögu og jarðfræði (3 klst.)
Gróður Vestfjarða eða Haustlitir (3 klst.)

Náttúruganga (5 klst.)
Komdu að smakka (3,5 klst.)

Persónuleg leiðsögn skv.
beiðni

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Ef Vestfirðir eru áfangastaðurinn þá erum við þjónustuaðilinn sem þig vantar. Við erum staðsett á Ísafirði og sjáum um sölu og bókanir í alla afþreyingu, dagsferðir, bátaáætlun til Hornstranda og lengri ferðir sem í boði eru á svæðinu.

Vinsælustu dagsferðirnar okkar eru Vigurheimsókn og heimsókn til yfirgefna þorpsins Hesteyrar. Einnig kjósa margir að fara í hestaferðir, hvalaskoðun, leigja kayak eða hjól eða fara í jeppaferð. Hér er margt í boði og hægt að kynna sér ferðirnar á heimasíðu okkar www.vesturferdir.is.

Sala farmiða í Hornstrandabáta
Hornstrandir eru ekki í alfaraleið og til að komast þanngað þarf að ferðast með bát.Vesturferðir selja miða í áætlunarferðir til friðlandsins frá Ísafirði með Sjóferðum og Borea Adventure. Við leggjum mikla áherslu á að bátarnir og fyrirtækin sem við vinnum með séu með öll tilskilin leyfi.

Við bjóðum hópum margskonar þjónustu, allt frá stuttum bæjarferðum með leiðsögn heimamanna til margra daga gönguferða með leiðsögn um Hornstrandir. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og við setjum saman sérsniðið ferðatillögu og verðtilboð.