Söfn

Melrakkasetur Íslands er fræðasetur sem helgað er íslenska melrakkanum sem er af tegundinni Vulpes lagopex og er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi.

Melrakkasetur Íslands ehf. var stofnað í Súðavík 15. september 2007 og meðal stofnfélaga eru einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög. þessir aðilar eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á íslensku tófunni og öllu sem henni viðkemur, svo og náttúrulífs- og sögutengdri ferðaþjónustu.

Langtímamarkmið með stofnun setursins eru þau að safna saman á einn stað allri þekkingu, efni og hlutum sem tengjast melrakkanum í fortíð og nútíð. Að setja upp sýningu fyrir ferðamenn þar sem mun verða á boðstólnum fræðandi efni í máli og myndum um refi í náttúrunni, hérlendis sem erlendis, refarækt og refaveiðar. Ennfremur að stuðla að og taka þátt í rannsóknum á líffræði tegundarinnar og þróun sjálfbærrar náttúrulífs-ferðamennsku.

Opið:

  • Maí: 10:00-16:00
  • Júní - Júlí: 09:00-18:00
  • September: 10:00-16:00
  • 01. október - 14. maí: eftir samkomulagi

AÐSTAÐA

Hótel Laugarhóll er heimilislegt, sveitahótel í gróðursælum dal á Ströndum, miðja vegu milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Boðið er upp á gistingu í eins, tveggja og þriggja manna herbergjum, með eða án sér baðs. Einnig er tekið er á móti hópum, allt að 40 manns í uppbúin rúm. Á Laugarhóli er að finna notalega setustofu með nettengingu, veitingastað, íþróttasal og gallerí, sundlaug og heitan pott. Skammt frá hótelinu er tjaldsvæði með rennandi vatni og salernum. Tjaldsvæðið er opið frá 1. júní til 1. september.

Utan háannatíma hentar staðurinn einstaklega vel til funda-, námskeiða- og ráðstefnuhalds og ekki síður sem æfingabúðir fyrir kóra, leik- og íþróttahópa, björgunarsveitir eða gönguskíðagarpa,

AFÞREYING

Við hótelið stendur Gvendarlaug hins góða, ylvolg sundlaug, með náttúrulegu heitu vatni (32°C) og náttúruleg heit uppspretta (42°C), vinsæll viðkomustaður hjá lúnum ferðalöngum. Í næsta nágrenni eru fjölbreyttar og fallegar gönguleiðir, silungsveiði, hestaleiga, sjóstangveiði og lundaskoðun, ósnert og víða stórbrotin náttúra og ævintýralegar rekafjörur sem eru eitt helsta tákn Strandasýslu.

VEITINGASTAÐUR

Boðið er uppá veitingar í björtum og notalegum borðsal með útsýni yfir sveitina. Þar má gæða sér á bragðgóðum, heimilislegum mat úr héraði í bland við framandi rétti. Á boðstólum er að jafnaði ferskt sjávarfang, heimalagaðar súpur og nýbakað brauð, ásamt grænu salati og kryddjurtum úr garðinum, að ógleymdum girnilegum eftirréttum.

KOTBÝLI KUKLARANS

Strandir hafa löngum verið kenndar við galdra og í Bjarnarfirði bjó Svanur galdramaður á Svanshóli sem getið er í upphafskafla Njálu. Kotbýli kuklarans er annar áfangi Galdrasafnsins á Hólmavík og stendur við hlið Gvendarlaugar. Það sýnir vel þær aðstæður sem almúgafólk á Ströndum bjó við á tímum galdrafársins og fátæklegur aðbúnaðurinn útskýrir ef til vill þörf þess til að sækja sér styrk í kukl.

GVENDARLAUG HINS GÓÐA

Sundlaugin á sér merka sögu en hún var byggð á fimmta áratug síðustu aldar með sameiginlegu átaki bænda úr hreppnum. Nýleg sundskýli eru við laugina og í anddyri þeirra er sýning sem greinir í máli og myndum frá byggingu laugarinnar.

GVENDARLAUG HIN FORNA

Skammt ofan við sundskýlin er Gvendarlaug hin forna, náttúruleg heit uppspretta, blessuð í byrjun 13. aldar af Guðmundi góða fyrrum Hólabiskupi. Hún er talin búa yfir lækningamætti og er nú friðuð og í umsjá Þjóðminjasafns Íslands.

STAÐSETNING

Frá Reykjavík er rúmur þriggja stunda akstur (258 km) að Laugarhóli, gegnum Borgarnes og Búðardal til Hólmavíkur. Þaðan liggur leiðin fyrir botn Steingrímsfjarðar og yfir Bjarnarfjarðarhálsinn. Hótel Laugarhóll er við veg nr. 643.

Vínlandssetrið er spennandi áfangastaður fyrir unga sem aldna, þar sem sögum af landafundum Eiríks rauða og Leifs heppna Eiríkssonar á Grænlandi, Kanada og í Bandaríkjunum, eru gerð skil í nýrri sýningu sem samanstendur af myndverkum tíu þekktra íslenskra myndlistarmanna. Þú ferðast um söguna með hljóðleiðsögn og skoðar um leið töfraheim sýningarinnar. Að sýningu lokinni getur verið gott að fá sér einhverja næringu eða gott kaffi á neðri hæðinni.

Opið daglega á tímabilinu maí til október.

Hversdagssafnið á Ísafirði er heillandi heimur hins daglega lífs. Þar eru sagðar sögur af atburðum eða stundum í lífi fólks sem fanga fegurð hvunndagsins á töfrandi hátt.

Á safninu fá gestir aðgang að lífi heimamanna, minningum þeirra og frásögnum, sögum sem vekja gleði, sorg og gefa innsýn í horfna veröld. Sýningar safnsins eru settar fram á margvíslegan og gagnvirkan hátt sem gerir heimsóknina bæði minnisstæða og skemmtilega.

Opnunartímar:
Juní-ágúst: daglega frá 13:00 til 17:00.
Lokað á veturna en hægt er að opna ef óskað er.

Aðgangseyrir:
1000 krónur, ókeypis fyrir börn og ungmenni yngri en 16 ára.

Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti Örlygshöfn varðveitir einstætt safn gamalla muna frá sunnanverðum Vestfjörðum sem veita okkur innsýn í sögu sjósóknar, landbúnaðar og daglegs lífs. Þar er einnig að finna sýningu um björgunarafrekið við Látrabjarg árið 1947 og hattinn hans Gísla á Uppsölum.

Egill Ólafsson var fæddur og uppalinn á Hnjóti og byrjaði ungur að safna munum. Með áhuga sínum og framsýni varð til þetta merka minjasafn sem Egill og kona hans Ragnheiður Magnúsdóttir byggðu upp og gáfu sveitafélögunum í Vestur-Barðastrandarsýslu.

Í safninu er kaffitería, minjagripaverslun og svæðisupplýsingamiðstöð.

Safnið er opið frá kl. 10-18 frá 1. maí- 30. september. Hægt er að hafa samband ef áhugi er að heimsækja safnið utan fasts opnunartíma (museum@hnjotur.is eða síma 456-1511).

Skrímslasögur hafa fylgt íslensku þjóðinni í gegnum aldirnar og til er fjöldi skráðra heimilda um skrímsli víðsvegar um landið. Þeim hefur nú verið fundinn verður samastaður í Skrímslasetrinu á Bíldudal við Arnarfjörð sem er sagður einn mesti skrímslastaður landsins.

Galdrasafnið opnaði árið 2000 á Hólmavík og hefur síðan verið mjög vinsæll viðkomustaður meðal ferðafólks, enda er sýningin mjög vel heppnuð og mikið til hennar vandað. Á sýningunni er fjallað um íslensk galdramál og þjóðtrú tengdri viðfangsefninu. Þar kynnast gestir sérstökum galdramálum og fólkinu sem kom við sögu. Einnig er m.a. hægt að kynna sér hvernig vekja skal upp drauga eða kveða þá niður, koma sér upp nábrókum og gera sig ósýnilegan.

Sumaropnun 15. maí - 30. september: Daglega10:00 - 18:00
Vetraropnun 1. október- 14. maí: Daglega 12:00-18:00