Skíði

Litlabyli Adventures er ferðaskrifstofa sem rekin er samhliða gistiheimilinu Litlabyli. Litlabyli er fallegt hús á Flateyri, byggt árið 1913 og hefur þar af leiðandi mikla sögu og góða sál. Litlabyli hefur nýlega verið gerð upp. Í húsinu eru fimm svefnherbergi og þar af eitt með sér baðherbergi.

Nú í sumar, 2020, verður húsið leigt út í heilu lagi. Hægt er að fá morgunverð ef óskað er, en þar er m.a. boðið uppá ljúfengan morgunmat með heimatilbúnum sultum, marmelaði og köku ásamt öðru góðgæti.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Borea Adventures á Ísafirði býður upp á ævintýraferðir með leiðsögn fyrir minni og stærri hópa.

Fyrirtækið á og rekur hraðbátinn Bjarnarnes sem flytur allt að 18 farþega í skipulögðum ferðum og sérferðum um Hornstrandir, Jökulfirði og Ísafjarðardjúp. Borea Adventures býður upp á ýmsar ferðir um friðlandið, þar sem gist er í tjöldum, tjaldbúðum í Hornvík eða í nýuppgerða eyðibýlinu á Kvíum í Jökulfjörðum.

Borea Adventures býður upp á fjölbreytt úrval lengri ferða, sem og dagsferða út frá Ísafirði. Kayakferðir um ævintýralega firði Hornstranda og Jökulfjarða, fjölbreyttar göngur um Hornstrandir og nágrenni Ísafjarðar, skíðaferðir, fjallahjólaferðir og náttúruupplifanir. Einnig eru í boði sérferðir, sérsniðnar að þörfum þeirra sem okkur vilja heimsækja.

Borea Adventures býr að einvala liði reynslumikilla og skemmtilegra leiðsögumanna, sem tryggja það að allir fari heim með bros á vör.