Arnarnes

Arnarnes er staðsett yst í Skutulsfirði áleiðis að Súðavík. Arnardalur er dalur sem gengur inn í hlíðina samhliða kirkjubólshlíð. Yst á Arnarnesi er Arnarnesviti og Arnarneshamar gengur þverhnípt í sjó fram. Sprengd voru göng í hamarinn árið 1948 sem síðan voru tekin í notkun árið 1949 þegar vegurinn var formlega opnaður. Sólsetrið sést vel frá Arnarnesi og er svæðið mjög vinsæll ferðamannastaður á góðum sólríkum sumarkvöldum.

GPS punktar
N66° 5' 49.904" W23° 2' 25.482"
Póstnúmer
401
Vegnúmer
61