Gígtapparnir Vaðalfjöll ofan Bjarkarlundar og Bjartmarssteinn eru sérstakar jarðmyndanir þar sem móberg hefur veðrast utan af harðara bergi þar sem áður kom upp hraun. Menn hafa lengi talið að Bjartmarssteinn tengist huldufólki og sagnir herma að Bjartmarssteinn sé kaupstaður huldufólks við innanverðan Breiðafjörð.