Drangaskörð eru eitt helsta kennileiti Vestfjarða en eitt af þeim atriðum sem minnst er talað um. Drangaskörð eru staðsett í Árneshreppi á Ströndum og sjást best úr fjarlægð frá Reykjanesi við bæinn Munaðarnes. Drangarnir ganga í sjó fram norðantil í Drangavík og frá þessum Dröngum dregur Drangajökull nafn sitt.