Guðrúnarlaug í Dölum er hlaðin laug um 20 kílómetra frá Búðardal, staðsett að Laugum í Sælingsdal. Hún er opin allt árið og er frítt í hana.
Í Laxdælu er sagt frá því að Guðrún Ósvífursdóttir hafi löngum dvalið við laug á sama stað. Í Sturlungu er einnig getið um baðlaugina og svo virðist sem hún hafa verið mikið notuð.
Talið er að upphaflega laugin hafi eyðilagst í skriðuhlaupi en árið 2009 var hlaðin ný laug í nágrenni þess þar sem sú eldri er talin hafa verið og nefnist hún Guðrúnarlaug. Þá var einnig hlaðið blygðunarhús þar sem hafa má fataskipti.