Hafratindur

Hafratindur í Dölum, sem var kosinn fjall Dalanna af Dalamönnum árið 2013, er 923m formfagur og tignarlegur og sést víða. Víðsýnt er af fjallinu og sagt er að útsýni sé yfir sjö jökla af tindinum.

Hafratindur er auðveldur uppgöngu og gangan talin hæfileg áskorun venjulegu fólki. Gönguleið hefur ekki verið stikuð og ferðamenn eru á eigin ábyrgð á svæðinu. Þeir sem hyggjast ganga á fjallið eru beðnir um að setja sig í samband við landeigendur í Ytri Fagradal eða á Fossi.

GPS punktar
N65° 18' 47.620" W22° 1' 4.115"
Póstnúmer
371
Vegnúmer
590