Hvítanes

Hvítanes er staðsett á nesinu milli Hestfjarðar og Skötufjarðar. Frá Hvítanesi er gott útsýni yfir Ísafjarðardjúpið og Vigur. Það sem leynist í fjörunni við bæinn er það sem fær flesta til þess að nema staðar. Á klöppunum og skerjunum rétt fyrir utan liggja yfirleitt nokkrir selir og stundum nokkrir tugir þeirra. Það eru fáir staðir á Íslandi sem bjóða upp á jafn mikla nálægð við þessi dýr líkt og Hvítanes. Bændurnir í Hvítanesi hafa einnig gert svæðið skemmtilegra með því að setja upp borð og bekki.



GPS punktar
N66° 0' 2.375" W22° 50' 1.474"
Póstnúmer
401
Vegnúmer
61