Kaldalón

Kaldalón er eini fjörðurinn í norðanverðu Ísafjarðardjúpi fyrir innan Jökulfirði. Fjörðurinn er um 5 km langur fjörður er liggur í átt að eina jökli Vestfjarða, Drangajökli. Inn af firðinum er nokkuð undirlendi með jökulöldum og ruðningi og talsverðum grasgróðri. Áin Mórilla fellur undan skriðjöklinum og smáfyllir fjörðinn með framburði. Bærinn Lónhóll er sagður hafa sópast brott í jökulhlaupi á 18. öld. Annars bæjar er getið í Kaldalóni, Trimbilsstaða, en engin merki hafa fundizt um hann. Gríðarlega náttúrufegurð er í Kaldalóni en héraðslæknirinn og tónskáldið Sigvaldi Kaldalóns tók hann sér vegna þess hve hrifinn hann var af fegurð náttúrunnar í Kaldalóni.


Tilvalið er að stoppa í firðinum og keyra afleggjarann áleiðis að jöklinum. Eftir að vegurinn endar þá tekur við um 3 klukkustunda ganga að jökulröndinni, meðfram Mórillu.

Gönguleiðir liggja frá Kaldalóni til Jökulfjarða og yfir Drangajökul til Hornstranda.


GPS punktar
N66° 5' 49.897" W22° 21' 53.569"
Póstnúmer
512
Vegnúmer
61