Ketildalir og Selárdalur

Ketildalir er röð af stuttum dölum á suðurströnd Arnarfjarðar, frá Kópsnesi inn að Bíldudalsvogi. Þverhníptir fjallgarðar mynda dalina, umkringdir klettabeltum efst og niður af þeim falla snarbrattar skriður og víða teygja fjöllin sig þverbrotin í sjó fram.

Víða má finna surtarbrand og plöntusteingervinga í berglögum.

Selárdalur er einna vinsælasti áfangastaðurinn á þessum slóðum en þar er glæsilegt útsýni yfir Arnarfjörð og hægt að sjá hinn 1000 metra háa Kaldbak, hæsta fjall Vestfjarða. Í Selárdal leynist listasafn Samúels Jónssonar(1884-1969) sem var oft kallaður "listamaðurinn með barnshjartað". Hann byggði bæði hús og reistu kirkju þar sem sjá má bæði málverk og styttur eftir listamanninn. Allt frá 1998 hefur félag um endurreisn safnsins stuðlað að viðhaldi á listaverkum og byggingum Samúels.

GPS punktar
N65° 46' 52.342" W23° 59' 49.434"
Póstnúmer
451
Vegnúmer
619