Önundarfjörður er 20 km langar fjörður sem liggur á milli Dýrafjarðar og Súgandafjarðar. Fjörðurinn er um 6 km breiður við mynni hans en mjókkar þegar innar dregur. Inn af Önundarfirði ganga litlir grónir dalir og undirlendi er töluvert.
Í Önundarfirði eru allmargir sveitabæir og utarlega í firðinum stendur þorpið Flateyri. Í firðinum er fallegt um að litast og mikilfengleg fjallasýn umkringir hann. Í Önundarfirði er Holtsfjara og í henni stendur Holtsbryggja sem er vinsæll viðkomustaður ferðalanga sem og heimamanna. Þar er gyllt strandlengja og stór trébryggja.
Til að komast til Önundarfjarðar frá Ísafirði er ekið í gegnum Vestfjarðagöng.