Reykjaneshyrna

Fjallið Reykjaneshyrna stendur við mynni Norðurfjarðar á Ströndum. Fjallið er tilkomumikið og stendur eitt og sér yst í firðinum. Reykjaneshyrna er fullkomið fjall til þess að klífa þar sem það er ekki bratt og gefur frábært útsýni yfir nágrennið. Drangaskörð í norðri, Norðurland í austri, Húnaflói og strandir í suðri og Árneshreppur í vestri. Þórðarhellir er hellir sem staðsettur undir klettabelti í Reykjaneshyrnu. Það getur verið flókið að komast inn í hellinn vegna þess hve bratt er við munnann og jarðvegurinn laus í sér. Sagan segir að hellirinin hafi verið skjól fyrir útlaga. Tilvalið er að fara í sund í Krossneslaug eftir góða göngu á Reykjaneshyrnu.

GPS punktar
N66° 1' 24.988" W21° 23' 59.317"
Póstnúmer
524