Suðureyri er staðsett við sunnanverðan Tálknafjörð og tilheyrir Tálknafjarðarhrepp. Á eyrinni eru leifar af gamalli norskri hvalveiðistöð frá seinni hluta 19. aldar. Hvalvinnsla var í stöðinni öðru hverju í 50 ár eða þangað til árið 1939. Núna er engin starfsemi á svæðinu og því er svæðið ákveðinn gluggi inn í fortíðina. Þegar mest var að gera þá voru 110 manns að vinna hval í stöðinni.