Golfklúbbur Bolungarvíkur

Syðridalsvöllur er golfvöllurinn í Bolungarvík, 9 holu völlur en þó með 18 teiga og er því skráður sem 18 holu völlur. Syðridalsvöllur er einn af fáum strandvöllum á Íslandi, völlurinn var byggður upp á svæði sem Landgræðsla Ríkisins hafði áður verið að græða upp til að sporna við sandfoki. Syðridalsvöllur er því einkar sérstakur og frábær tilbreyting að spila golf innan um sandhóla og melgresi.
Syðridalsvöllur er par 71.

Þjónustuflokkar