FLAK

FLAK er listhneigt samkomuhús og sjávarfangssjoppa í gömlu verbúðinni við Patreksfjarðarhöfn. Þar getur þú notið augnabliksins og skolað niður súpu úr fersku fiskmeti með heimalöguðum bjór eða ísköldu kranavatni. Á FLAK er mikið lagt upp úr allskyns viðburðum og alltaf eitthvað um að vera.