Laugin er 25 metra útilaug. Við laugina er einnig vaðlaug, heitir pottar og og gufubað í fallegu umhverfi.
Laugin er 25 metra útilaug. Við laugina er einnig vaðlaug, heitir pottar og og gufubað í fallegu umhverfi.
AÐSTAÐA
Hótel Laugarhóll er heimilislegt, sveitahótel í gróðursælum dal á Ströndum, miðja vegu milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Boðið er upp á gistingu í eins, tveggja og þriggja manna herbergjum, með eða án sér baðs. Einnig er tekið er á móti hópum, allt að 40 manns í uppbúin rúm. Á Laugarhóli er að finna notalega setustofu með nettengingu, veitingastað, íþróttasal og gallerí, sundlaug og heitan pott. Skammt frá hótelinu er tjaldsvæði með rennandi vatni og salernum. Tjaldsvæðið er opið frá 1. júní til 1. september.
Utan háannatíma hentar staðurinn einstaklega vel til funda-, námskeiða- og ráðstefnuhalds og ekki síður sem æfingabúðir fyrir kóra, leik- og íþróttahópa, björgunarsveitir eða gönguskíðagarpa,
AFÞREYING
Við hótelið stendur Gvendarlaug hins góða, ylvolg sundlaug, með náttúrulegu heitu vatni (32°C) og náttúruleg heit uppspretta (42°C), vinsæll viðkomustaður hjá lúnum ferðalöngum. Í næsta nágrenni eru fjölbreyttar og fallegar gönguleiðir, silungsveiði, hestaleiga, sjóstangveiði og lundaskoðun, ósnert og víða stórbrotin náttúra og ævintýralegar rekafjörur sem eru eitt helsta tákn Strandasýslu.
VEITINGASTAÐUR
Boðið er uppá veitingar í björtum og notalegum borðsal með útsýni yfir sveitina. Þar má gæða sér á bragðgóðum, heimilislegum mat úr héraði í bland við framandi rétti. Á boðstólum er að jafnaði ferskt sjávarfang, heimalagaðar súpur og nýbakað brauð, ásamt grænu salati og kryddjurtum úr garðinum, að ógleymdum girnilegum eftirréttum.
KOTBÝLI KUKLARANS
Strandir hafa löngum verið kenndar við galdra og í Bjarnarfirði bjó Svanur galdramaður á Svanshóli sem getið er í upphafskafla Njálu. Kotbýli kuklarans er annar áfangi Galdrasafnsins á Hólmavík og stendur við hlið Gvendarlaugar. Það sýnir vel þær aðstæður sem almúgafólk á Ströndum bjó við á tímum galdrafársins og fátæklegur aðbúnaðurinn útskýrir ef til vill þörf þess til að sækja sér styrk í kukl.
GVENDARLAUG HINS GÓÐA
Sundlaugin á sér merka sögu en hún var byggð á fimmta áratug síðustu aldar með sameiginlegu átaki bænda úr hreppnum. Nýleg sundskýli eru við laugina og í anddyri þeirra er sýning sem greinir í máli og myndum frá byggingu laugarinnar.
GVENDARLAUG HIN FORNA
Skammt ofan við sundskýlin er Gvendarlaug hin forna, náttúruleg heit uppspretta, blessuð í byrjun 13. aldar af Guðmundi góða fyrrum Hólabiskupi. Hún er talin búa yfir lækningamætti og er nú friðuð og í umsjá Þjóðminjasafns Íslands.
STAÐSETNING
Frá Reykjavík er rúmur þriggja stunda akstur (258 km) að Laugarhóli, gegnum Borgarnes og Búðardal til Hólmavíkur. Þaðan liggur leiðin fyrir botn Steingrímsfjarðar og yfir Bjarnarfjarðarhálsinn. Hótel Laugarhóll er við veg nr. 643.
Krossneslaug er steinsteypt íslensk útisundlaug við fjöruborðið, fáeina kílómetra frá Norðurfirði í Strandasýslu. Laugin var tekin í notkun 5. júlí árið 1954. Hún er 12 1/2 x 6 metrar að flatarmáli. Umhverfis hana er steyptur stígur og við hana standa steyptir búningsklefar. Laugin og önnur mannvirki í sambandi við hana munu hafa kostað um 140 þúsund krónur.
Sundlaug (innilaug)með heitum potti, sauna, líkamsrækt og útisvæði.
Opnunartímar í sumar:
Mánudaga til föstudaga frá kl. 8:00 - 21:00
Laugardaga og sunnud. frá kl. 10:00 - 18:00
Verið velkomin.
Tjaldsvæði opið allt árið.
Suðureyrarlaug er eina útilaug sveitarfélagsins. Þar er sundlaug (17 m), tveir pottar, vaðlaug, líkamsrækt og sambyggt íþróttahús sem tengir saman sundlaugina og grunnskólann.
Opnunartímar
Sumaropnun, frá 4. júní: Opið alla daga frá 11-20.
3. og 17. júní: Lokað
Vetraropnun, frá 22. ágúst:
Mánudagur: 17-20
Þriðjudagur: 16-19
Miðvikudagur: 13-19
Fimmtudagur: 16-19
Föstudagur: Lokað
Laugardagur: 11-17
Sunnudagur: 11-17
Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar býður upp á ýmsa afþreyingu. Þar er 25 metra útilaug, tveir heitir pottar, sauna, kaldur pottur, vaðlaug og rennibraut. Í húsinu er einnig að finna tækjasal og stóran sal sem hægt er að leigja.
Við íþróttamiðstöðina er tjaldsvæði Tálknafjarðar en það er opið frá 1. júní - 1. september. Á tjaldsvæðinu er eldhúsaðstaða allan sólarhringinn, útigrill, salerni og sturtur. Einnig er hægt að setja í þvottavél og þurrkara gegn gjaldi.
Allir hjartanlega velkomnir, alltaf heitt á könnunni.
Hægt er að hafa samband á ýmsan hátt:
Sími: 456-2639
Netfang: sundlaug@talknafjordur.is
Facebook síðan okkar er hér:
Vetraropnun: 09.00-19.00 virka daga og 11.00-14.00 á laugardögum, lokað sunnudaga
Sumaropnun: 09.00-21.00 virka daga og 10.00-19.00 um helgar.
ATH: Sölu lýkur 30 mínútum fyrir lokun. Gestir eru góðfúslega beðnir að fara uppúr lauginni 15 mínútum fyrir lokun.
Á Reykhólum má finna frábæra sundlaug sem heitir Grettislaug. Við hlið sundlaugarinnar er að finna tjaldsvæði sem er opið yfir sumarið.
Sundlaug (16 m), nuddpottur og gufubað innanhúss, en nýjar heitar vaðlaugar eru utanhúss. Sambyggt íþróttahús og þreksalur.
Símanúmer: 450 8460
Sundhöll Ísafjarðar er elsta laug bæjarins, 16 metra innilaug byggð strax eftir seinna stríð. Við laugina er einn heitur pottur og kalt kar.
Í sama húsi er lítill íþróttasalur, en aðal íþróttahús Ísafjarðar er á Torfnesi.
Símanúmer: 450 8480
Vetraropnun, frá 22. ágúst:
Mánudagur: 07-08 og 16-21
Þriðjudagur: 07-08 og 16-21
Miðvikudagur: 07-08 og 16-21
Fimmtudagur: 07-08 og 18-21
Föstudagur: 07-08 og 16-21
Laugardagur: 10-17
Sunnudagur: 10-17
Sána:
Kvennaklefi
þriðjudagar
fimmtudagar
sunnudagar
föstudagar í sléttum vikum
Karlaklefi
mánudagar
miðvikudagar
laugardagar
föstudagar í oddavikum
Vikunúmerum má fletta upp á www.vikunúmer.is.
Sumaropnun, frá 4. júní:
Virkir dagar: 10-21
Helgar: 10-17
Rauðir dagar að vori:
Sumardagurinn fyrsti: 10-17
1. maí: Lokað
Uppstigningardagur: 10-17
Hvítasunnudagur: Lokað
Annar í hvítasunnu: 10-17
17. júní: Lokað
Vetrartími:
Opið er á þriðjudögum, miðvikudögum og föstudögum frá 16 - 19
Opið laugardaga og sunnudaga frá 14 - 17
Sumartími:
Árið 2010 hefst sumartími 4. júní og er til og með 22. ágúst
Virka daga frá kl. 10 til kl. 21
Um helgar frá kl. 11 til kl. 18
Sími 451 3201
Netfang:
Sundlaug, heitir pottar, buslulaug, gufubað, líkamsrækt og íþróttasalur.
Íþróttamiðstöðin Brattahlíð á Patreksfirði var tekin í notkun í desember 2005. Þar er glæsileg útisundlaug, 16,5 x 8 m, tveir heitir pottar, vaðlaug, sauna, 140 m2 tækjasalur með nýjum TECHNOGYM tæknum og 900 m2 íþróttasalur.
Opnunartímar
Mánudaga - Fimmtudaga: 08:00 - 21:00
Föstudaga: 08:00 - 19:30
Laugardaga og Sunnudaga: 10:00 - 15:00
Sölu lýkur 30. mín fyrir auglýstan lokunartíma.
Gestir eru beðnir um að fara upp úr lauginni 10 mín fyrir lokun
Laugin er innilaug, 8 x 16,66 m., á útisvæði eru tveir heitir pottar, annar er 41°C heitur og hinn 39°C, með vatnsnuddi. Auk þess er á útisvæði upphituð vaðlaug, vatnsrennibraut og kaldur pottur.
Einnig er í boði sauna með góðri hvíldaraðstöðu. Tjaldsvæðið er við sundlaugina og skammt undan er hinn vinsæli ærslabelgur.
Opunartími
Virka daga 06:00 -22:00
Helgar 10:00-18:00
Sundlaugin í Laugarnesi við Birkimel á Barðaströnd er fallega staðsett lítil sundlaug með glæsilegu útsýni yfir Breiðafjörð. Bæði er hægt að svamla um í steyptri sundlaug sem og að liggja út af í minni náttúrulaug neðand við þá stóru.
Það er Ungmennafélag Barðastrandar sem á og rekur laugina.
Gvendarlaug hins góða er ylvolg 25m almenningssundlaug við Hótel Laugarhól í Bjarnarfirði á Ströndum.
Til hliðar við sundlaugina er vinsæl náttúrulaug (39-41°C) þar sem ljúft er að slaka á og upplifa náttúruna í sínu besta formi.
Fyrir neðan laugarnar rennur volgur lækur sem gaman er fyrir börn að busla í.
Hluti af vatninu sem rennur í sundlaugina kemur úr Gvendarlaug hinni fornu, sem var blessuð í byrjun 13. aldar af Guðmundi góða fyrrum Hólabiskupi. Hún er talin búa yfir lækningamætti og er nú friðuð og í umsjá Minjastofnunar. Vatnið úr þeirri laug er talin búa yfir lækningarmætti.
Engin baðvarsla eða sundgæsla er á staðnum og fólk fer í laugina og pottana á eigin ábyrgð.
Laugin er opin alla daga frá kl. 8:00 - kl. 22:00.
Ef Vestfirðir eru áfangastaðurinn þá erum við þjónustuaðilinn sem þig vantar. Við erum staðsett á Ísafirði og sjáum um sölu og bókanir í alla afþreyingu, dagsferðir, bátaáætlun til Hornstranda og lengri ferðir sem í boði eru á svæðinu.
Vinsælustu dagsferðirnar okkar eru Vigurheimsókn og heimsókn til yfirgefna þorpsins Hesteyrar. Einnig kjósa margir að fara í hestaferðir, hvalaskoðun, leigja kayak eða hjól eða fara í jeppaferð. Hér er margt í boði og hægt að kynna sér ferðirnar á heimasíðu okkar www.vesturferdir.is.
Sala farmiða í Hornstrandabáta
Hornstrandir eru ekki í alfaraleið og til að komast þanngað þarf að ferðast með bát.Vesturferðir selja miða í áætlunarferðir til friðlandsins frá Ísafirði með Sjóferðum og Borea Adventure. Við leggjum mikla áherslu á að bátarnir og fyrirtækin sem við vinnum með séu með öll tilskilin leyfi.
Við bjóðum hópum margskonar þjónustu, allt frá stuttum bæjarferðum með leiðsögn heimamanna til margra daga gönguferða með leiðsögn um Hornstrandir. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur og við setjum saman sérsniðið ferðatillögu og verðtilboð.
Við bjóðum uppá sérsniðnar pakkaferðir á Vestfjörðum.
Einnig þá bjóðum við gott úrval af dagsferðum fyrir ferðamenn á Vestfjarðaleiðinni sem og skemmtiferðaskipafarþega.
Litlabyli Adventures er ferðaskrifstofa sem rekin er samhliða gistiheimilinu Litlabyli. Litlabyli er fallegt hús á Flateyri, byggt árið 1913 og hefur þar af leiðandi mikla sögu og góða sál. Litlabyli hefur nýlega verið gerð upp. Í húsinu eru fimm svefnherbergi og þar af eitt með sér baðherbergi.
Nú í sumar, 2020, verður húsið leigt út í heilu lagi. Hægt er að fá morgunverð ef óskað er, en þar er m.a. boðið uppá ljúfengan morgunmat með heimatilbúnum sultum, marmelaði og köku ásamt öðru góðgæti.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Hjá Beffa Tours er boðið upp á siglingu um Arnarfjörð, sem er með fallegri fjörðum landsins. Í firðinum hefur hnúfubakur komið sér fyrir til sumardvalar okkur til mikillar ánægju og er boðið upp á daglegar ferðir í hvalaskoðun á föstum tímum yfir sumarið, en eftir samkomulagi þess utan. Einnig er boðið upp á ferðir í sjóstöng, þar sem gestum er velkomið að taka aflann með sér heim.
Báturinn rúmar allt að 7 farþega og er gestum velkomið að upplifa sjávarniðinn á dekkinu eða koma sér fyrir inni í hlýjunni hjá skipstjóranum og heyra hann ausa úr viskubrunni sínum. Hægt er að bóka bátinn í prívatferðir, tilvalið fyrir fjölskyldur og vinahópa.
Hvalaskoðun:
20. júní- 20. ágúst: daglega kl. 08:30 og 19.30, lengd ferðar 2 klst.
20. ágúst- 31. október: brottför eftir samkomulagi, lengd ferðar 2 klst.
Sjóstangveiði:
Sérferðir er hægt að bóka á heimasíðu eða í síma.
Prívatferðir, náttúruskoðun og skutl:
Hægt að bóka með tölvupósti eða í síma.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Eitthvað sérstakt - Nature and Cultural Walks with a view of Ísafjörður
Ísafjarðarganga - Áhugaverð ferð í gegnum tímann
Leiðsögukonan er klædd eins
og fiskverkakona frá 19. öld og leiðir ykkur í gegnum bæinn og upp í hlíðina fyrir
ofan Ísafjörð. Hún sýnir áhugaverða staði, gefur innsýn inn í sögu Ísafjarðar
og segir sögur og sagnir bæði úr fortíð og nútíð. Það eru sögur um vættir okkar
eins og álfum, tröllum og draugum. Leiðsögukona skiptir nestinu sínu með gestum.
(2 klst.)
Ef þú vilt fá innsýn í sögu Ísafjarðar og heyra fleiri sögur og sögur um fólkið, drauga, álfa, tröll og aðrar dulrænar verur forna og nútíma Álfar, tröll og sögur (2 tímar), væri réttur ganga fyrir þig. Einnig er gangan án hæðarmunar.
Í lok þessar tvær ferðar er gefinn kostur á því að lengja ferðina um:
Into Nature (1 hour)
Traditional Tasting (20 min.)
Vistit the Church (20 min)
Aðrir gönguferðir eru:
Jarðsögu og jarðfræði (3 klst.)
Gróður Vestfjarða eða Haustlitir (3 klst.)
Náttúruganga (5 klst.)
Komdu að smakka (3,5 klst.)
Persónuleg leiðsögn skv.
beiðni
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Borea Adventures á Ísafirði býður upp á ævintýraferðir með leiðsögn fyrir minni og stærri hópa.
Fyrirtækið á og rekur hraðbátinn Bjarnarnes sem flytur allt að 18 farþega í skipulögðum ferðum og sérferðum um Hornstrandir, Jökulfirði og Ísafjarðardjúp. Borea Adventures býður upp á ýmsar ferðir um friðlandið, þar sem gist er í tjöldum, tjaldbúðum í Hornvík eða í nýuppgerða eyðibýlinu á Kvíum í Jökulfjörðum.
Borea Adventures býður upp á fjölbreytt úrval lengri ferða, sem og dagsferða út frá Ísafirði. Kayakferðir um ævintýralega firði Hornstranda og Jökulfjarða, fjölbreyttar göngur um Hornstrandir og nágrenni Ísafjarðar, skíðaferðir, fjallahjólaferðir og náttúruupplifanir. Einnig eru í boði sérferðir, sérsniðnar að þörfum þeirra sem okkur vilja heimsækja.
Borea Adventures býr að einvala liði reynslumikilla og skemmtilegra leiðsögumanna, sem tryggja það að allir fari heim með bros á vör.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Opnunartímar;
Mán - Fös 08:00 - 17:00
Lau + Sun 10:00 - 12:00
Sveitahótelið Heydalur er í 130 km fjarlægð frá Ísafirði og 320 km - 340 km fjarlægð frá Reykjavík eftir því hvaða leið er valin. Veitingasalur, sem er í gamalli hlöðu, rúmar 70 - 100 manns og fundaraðstaða er fyrir 10 - 40 manns. Boðið er upp á gistingu fyrir 59 manns í átta tveggja manna og einu þriggja manna herbergi í flokki 3 og átta tveggja manna og tveimur þriggja manna herbergjum í flokki 4 öll með sér baðherbergjum ásamt þremur sumarbústöðum, annars vegar 10 manna og hins vegar 4 - 5 manna. Gott tjaldsvæði sem er opið frá 1. júní fram í októberlok.
Gnægð afþreyingar er í boði. Lítil sundlaug í suðrænu gróðurhúsi, heitur frumlegur pottur og náttúrulaug vígð af Gvendi góða. Kajak og hestaleiga með leiðsögn við allra hæfi, bæði styttri ferðir og dagsferðir. Veiði í vötnum. Á veturna snjóþrúgur og gönguskíði. Falleg gönguleið um dalinn sem eitt sinn hýsti 13 bæi. Friðaður birkiskógur. Fjölbreytt fuglalíf og plöntugróður. Fugla og plöntuspjöld eru til fróðleiks.
Veitingasalurinn er öllum opinn. Boðið er upp á fjölbreyttan matseðil, þar sem áhersla er lögð á mat úr héraði, heimaræktuðu grænmeti og nýveiddan silung úr eigið eldi. Veitingastaðurinn er með vínveitingaleyfi.
Á tjaldsvæðinu er snyrtiaðstaða með heitu vatni, þrjú kvenna og karla klósett og sturtur sitt hvoru megin. Rafmagn fyrir húsbíla og tjaldvagna. Leiksvæði bæði fyrir börn og unglinga. Frábært umhverfi til göngu og leikja í kjarrinu.
Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla
Gisting: 3 hús, 19 herbergi, 59 rúm
Opinn landbúnaður, frá 15. maí - 14. júní, daglega frá 13:00 til 17:00, 15. júní - 14. ágúst, daglega frá 11:00 til 18:00, 15. ágúst - 15. september, daglega frá 13:00 - 17:00 og 16. september - 14. maí samkvæmt samkomulagi.
Hópar panti fyrirfram.
Til sölu rjómaís, skyr og ostar framlett af Rjómabúinu Erpsstöðum. Fjósaskoðun, kynning á starfssemi kúabús, skoða byggingar og húsdýr með leiðsögn ábúenda.
Seld gisting í sumarhúsi, opið allt árið.
Upplifðu Vestfirði á allt annan hátt, Wakeboard Iceland býður upp á magnaða upplifun í Vestfirskum vötnum og sjó, stígðu á brettið og undir leiðsögn reyndra leiðsögumanna mun búnaðinum okkar fleyta þér áfram.
Boðið er upp ferðir í litlum hópum(allt að 4 einstaklingar) í hálfan dag eða heilan dag. Nánari upplýsingar um ferðir og bestu staðina fyrir wakeboarding eru á heimasíðu Wakeboard Iceland.
Kómedíuleikhúsið er eina atvinnuleikhús Vestfjarða með bækistöðvar í Dýrafirði. Leikhúsið er með eigið leikhús í Haukadal í Dýrafirði sem ku vera minnsta atvinnuleikhús á Íslandi.
Á heimasíðu okkar www.komedia.is og facebook síðu Kómedíuleikhússins eru ávallt nýjustu fréttir af hvaða leiksýningar eru á fjölunum hverju sinni í minnsta atvinnuleikhúsi á Íslandi.
Allir nánari upplýsingar og miðasala er í síma 891 7025. Einnig er hægt að kaupa miða á allar sýningar okkar í Haukadal á tix.is
Amazing Westfjords býður upp á náttúrulífs ferðir um Ísafjarðardjúp með leiðsögn á bátunum Ölver ÍS 432 og Straumur ÍS 433. Leiðsögumennirnir um borð munu fræða ykkur um sögu Djúpsins, ásamt því að segja frá dýralífinu sem að ríkir í djúpinu og náttúrunni sem að umkringir Ísafjarðardjúpið.
Þúsundir fuglar setjast að og búa sér til hreiður á vorinn og eru hér yfir sumartíman þar á meðal er það lundinn, kría og æðarkolla sem að eru þær tegundir sem að sjást mest. Hnúfubakur og Hrefna eru meðal þeirra hvala sem að við sjáum mest, ásamt því að sjá selina lyggjandi á skerjum , sem að líta út fyrir að gera lítið annað en að baða sig í heitri sumar sólinni. Óhætt er að segja að Ísafjarðardjúpið yði af lífi að sumri til og er þetta ferð sem að enginn ætti að missa af.
Einnig býður Amazing Westfjords upp á sjóstöng á Straumi ÍS, þar sem að allt að 5 farþegum geta notið sýn við sjóstangaveiðar. Farið er með farþega út á Ísafjarðardjúp sem er draumur sjóstangaveiðimanna þar mikil veiði á t.d. þorski, karfa og ufsa ásamt fleiri fisk tegundum. Sjóstangarferðinn tekur um það bil 3 klukkustundir, fiskurinn er flakaður um borð og gestir taka gjarnan fenginn heimmeð sér.
Allar upplýsingar varðandi ferðirnar og bókannir er að finna á vefsíðunni amazing-westfjords.is
ATV - Ísafjörður býður upp á fjórhjólaferðir með leiðsögn, þar sem hægt er að upplifa fjölbreytta náttúru í nágrenni Ísafjarðar á öruggan, einfaldan og skemmtilegan hátt í litlum hópum.
Við förum eftir malarslóðum, skoðum og upplifum staði sem erfitt getur verið er að nálgast á annan hátt. Uppi í fjöllunum er stórkostlegt útsýni og hægt að sjá yfir í næstu firði.
Okkar vinsælasta ferð er tveggja tíma ferð en hægt er að sérsníða ferðir fyrir hvern og einn. Hjólin okkar eru tveggja manna og einfalt að aka. Þú færð heilgalla, hjálm, hanska og leiðsögn. Allir sem hafa ökuréttindi geta ekið fjórhjóli og farþegar þurfa að vera 14 ára. Hámarksfjöldi í ferð er 8 manns (4 ökumenn og 4 farþegar).
Dalahestar er lítið fjölskyldu rekið fyrirtæki sem bíður upp á sérsniðna reiðtúra í fallegu nærumhverfi Hvammsfjarðar. Við bjóðum einstaklingum og litlum hópum að upplifa einstaka náttúru og útsýni.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Fisherman er ferðaskipuleggjandi með fullgild réttindi sem hefur aðsetur á Suðureyri. Fisherman er líka ástríðufullur matgæðingur sem elskar að taka á móti frábæru fólki frá öllum heimshornum og gefa þeim ekta lífsreynslu. Fisherman býður upp á ferðir sem sameina bæði menningarlega og matargerðarlega upplifun sem og að bjóða upp á hótelgistingu.
Hótelgestir fá Seafood Trail ókeypis yfir sumartímann. Gestir geta einnig tekið sér hlé á kaffihúsinu í miðbæ þorpsins.
Fisherman Seafood Trail, vörumerki fyrirtækisins og leiðsögn, býður upp á einstaka upplifun af rólegum ferðalögum.
Dekraðu við skynfærin með sælkerasmökkun, sögu staðarins í afskekktri, fallegri og sjálfbærri Suðureyri og kynntu þér hvernig sjávarútvegurinn hefur mótað íslenska menningu, fyrr og nú.
Það eru daglegar brottfarir yfir sumartímann en vinsamlegast hringið á undan til að staðfesta tímasetningu.
Sólsetur í Dyrafirði,
2 til 3 tímar.
Í þessari ferð sjáum við og upplifum Dyrafjörðinn skarta sínu fegursta og Sólsetrið frá nýju og frábæru sjónarhorni á meðan við njótum kyrrðarinnar í firðinum.
Selaferð í firði Víkinganna.
2 til 3 tímar.
Á góðum degi geta legið allt að 20 selir að sóla sig á steinunum í fjörunni. Selurinn er mjög forvitinn og það er frábært að fylgjast með þeim þegar að þeir synda umhverfis kayakana.
Wildlife Photo Travel standa fyrir vinnustofum og ljósmyndaferðum. Viðfangsefni ferðanna er íslenski refurinn og friðlandið á Hornströndum heimkynni hans.
Vinnustofurnar eru opnar öllum sem hafa áhuga á ljósmyndun, óháð því hvort þú sért byrjandi eða lengra kominn.
Einnig býður Wildlife Photo Travel ljósmyndaferðir í litlum hópum.
Syðridalsvöllur er golfvöllurinn í Bolungarvík, 9 holu völlur en þó með 18 teiga og er því skráður sem 18 holu völlur. Syðridalsvöllur er einn af fáum strandvöllum á Íslandi, völlurinn var byggður upp á svæði sem Landgræðsla Ríkisins hafði áður verið að græða upp til að sporna við sandfoki. Syðridalsvöllur er því einkar sérstakur og frábær tilbreyting að spila golf innan um sandhóla og melgresi.
Syðridalsvöllur er par 71.
Nafn golfvallar :Skeljavíkurvöllur
Holufjöldi: 9
Par: 66
Nafn golfvallar: Vesturbotnsvöllur
Holufjöldi: 9
Par: 72
Golfvöllur Ísafjarðar er 9 holu völlur par 72. Hann er staðsettur í Tungudal sem er útivistarparadís Ísafjarðarbæjar.
Völlurinn er í skemmtilegu umhverfi í nálægð við sumarbústaðarhverfi og tjaldsvæðið í Tungudal. Veitingasala og æfingarsvæði er í boði hjá Golfklúbbi Ísafjarðar.
Golfklúbbur Bíldudals var stofnaður árið 1992, félagsmenn hafa byggt fína aðstöðu á Litlueyrarvelli við Bíldudal. Þar var gömlu íbúðahúsi breytt í klúbbhús og verja fjöllin í dalnum völlinn fyrir veðri og vindum.
Völlurinn er 9 holur og er par 70 þegar spilaðir eru 2 hringir.
Heimavöllur Golfklúbbsins Glámu er á Meðaldalsvelli í Dýrafirði, um 5 km fyrir utan þorpið á Þingeyri. Vallarstæði golfvallarins er einkar fagurt, margbreytilegt landslag þar sem leikið er yfir allskyns torfærur, ber þar helst að nefna stífluna á sjöundu holu.
Völlurinn er 9 holur og par 72.
Á sveitabænum okkar Hólum er að finna mörg dýr, þar á meðal hesta, hunda, ketti, kanínur, endur, kalkúna, kindur, lömb, hænur, geitur, svín og jafnvel talandi krumma sem er heimsþekktur fyrir að koma fram í íslensku Netflix þáttunum "Katla"!
Verið velkomin í heimsókn til okkar þar sem þið getið skoðað, fræðst og jafnvel klappað dýrunum.
Opið 17. júní - 5. ágúst frá 11:00 til 16:00. Lokað á þriðjudögum.
Hlakka til að sjá ykkur.
Upphaf fjölskyldugarðsins
Frumkvöðull að þessum garði var Vilborg Arnarsdóttir (Bogga í Súðavík), fyrsti framkvæmdastjóri garðsins. Hana hafði lengi langað að búa til sumarleiksvæði til þess að auka fjölbreytni í afþreyingu fyrir fjölskyldur og ferðamenn á norðanverðum Vestfjörðum, efla útiveru og hreyfingu og stuðla að ánægjulegri samveru foreldra og barna. Bogga hófst handa við verkefnið eftir að sonur hennar, Ragnar Freyr Vestfjörð, lést í bílslysi í Súðavík árið 2001, aðeins 17 ára gamall. Garðurinn er til minningar um hann.
Draumurinn um garðinn rættist með aðstoð heimamanna, sumarbúa, gesta, fjölmargra velunnara á öllum aldri og fjölda styrktaraðila. Unnið hefur verið af alúð og umhyggju í sjálfboðavinnu í mörg þúsund klukkustundir.
Fjár hefur verið aflað með ýmsu móti. Börn hafa haldið tombólu og gefið garðinum peningana. Ýmiss konar varningur hefur verið seldur, margt af því gjafir til garðsins. Bökuð hafa verið fjögur tonn af kleinum á þessum 11 árum. Fjársmalar í Ísafjarðardjúpi hafa styrkt garðinn og tónleikar verið haldnir svo dæmi séu tekin.
Framkvæmdin
Félagið Raggagarður var stofnað 8. janúar 2004 til þess að standa að gerð og framkvæmd garðsins. Í stjórn félagsins, meðan á uppbyggingu stóð árin 2004 til 2015, voru: Vilborg Arnarsdóttir formaður, Barði Ingibjartsson, Sigurdís Samúelsdóttir, Anne Berit Vikse og Jónas Ágústsson.
Framkvæmdir hófust við Raggagarð 14. maí 2004 og leikjasvæðið var opnað 6. ágúst 2005. Leikjasvæðið er tvískipt, efra svæðið fyrir eldri börnin og það neðra fyrir þau yngstu.
Haustið 2013 var hafist handa við gerð útivistarsvæðis og byggð þrjú geymsluhús fyrir lausamuni garðsins. Á svæðinu má sjá sérkenni Vestfjarða á einum stað ásamt listaverkum úr náttúruefnum. Útivistarsvæðið var formlega opnað 8. ágúst 2015.
Aðstaða
Svið ásamt áhorfendasvæði, ætlað fyrir fjölskyldusamkomur og listaviðburði, er á útivistarsvæðinu. Nokkur útigrill eru á leikjasvæðinu til afnota fyrir gesti. Sæti og borð eru fyrir yfir 100 manns í öllum garðinum.
Gestabók og sparibaukur eru við salernishúsið og eru gestir beðnir um að skrifa í bókina í hvert sinn sem garðurinn er heimsóttur. Enginn aðgangseyrir er í Raggagarð en frjáls framlög í baukinn eru vel þegin til að styrkja rekstur garðsins.
Salerni, grill og önnur aðstaða í garðinum eru opin frá 1. júní til 1. september, en gestum er þó velkomið að heimsækja garðinn á öðrum tímum líka.
Garðurinn er byggður upp með huga, höndum og hjarta heimamanna og annarra velunnara.
Fjölskyldugarður Vestfjarða sem er fyrir alla fjölskylduna á öllum aldri. Grillaðstaða fyrir fjölskyldur og hópa.
Sjá heimasíðu garðsins: www.raggagardur.is
Sjóferðir ehf er nýtt fyrirtæki í farþegaflutningum til Hornstranda sem stofnað var haustið
2020. Sjóferðir tóku við tveim af bátum Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar og reka
áfram með svipuðu sniði.
Sjóferðir er fjölskyldufyrirtæki sem rekið er af Stíg Berg Sophussyni og unnustu hans
Henný Þrastardóttur. Stígur vann hjá Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar frá árinu
2006 allt þar til hann sjálfur stofnar sitt eigið fyrirtæki og tekur við
rekstri bátanna. Hann hefur því töluverða reynslu af svæðinu og miðlar þekkingu
sinni af svæðinu og fólkinu sem þar bjó með farþegum sínum.
Bátar Sjóferða eru gæðaeintök sem búnir eru 2 mjög nýlegum vélum til að tryggja
öryggi farþega enn frekar. Sjóferðir státa af því að hafa ávallt öll leyfi og
tryggingar í lagi ásamt því að hafa vel þjálfaðar áhafnir. Bátarnir eru
misstórir og henta í misjöfn verkefni. Annars vegar er það Ingólfur, 30 farþega
bátur með krana sem nýtist í þungaflutninga. Stærri báturinn er svo Guðrún, 48
farþega bátur sem oft fær viðurnefnið "drottningin".
Ferðir Sjóferða hefjast allar á Ísafirði þar sem hægt er að stíga beint um borð, en
notast þarf við slöngubáta til að ferja fólk og farangur í og úr landi innan
friðlandsins.
Áætlun Sjóferða má nálgast á heimasíður fyrirtækisins www.sjoferdir.is
Einnig er hægt að panta bátana í sérferðir hvenær sem er og má þá hafa samband í sjoferdir@sjoferdir.is eða hjá Stíg í síma 8669650
Dokkan brugghús er fyrsta Vestfirska handverks brugghúsið sem bruggar hágæða Vestfirskan bjór.
Frá 3. júní er opið alla daga vikunnar frá kl. 15:00 til 23:00
Ef þú vilt koma með hópinn þinn á öðrum tíma en auglýstur er þá getur þú sent okkur skilaboð gegnum facebook eða á netfangið dokkan@dokkanbrugghus.is.
FLAK er listhneigt samkomuhús og sjávarfangssjoppa í gömlu verbúðinni við Patreksfjarðarhöfn. Þar getur þú notið augnabliksins og skolað niður súpu úr fersku fiskmeti með heimalöguðum bjór eða ísköldu kranavatni. Á FLAK er mikið lagt upp úr allskyns viðburðum og alltaf eitthvað um að vera.
Sea Kayak Iceland er staðsett á Ísafirði þar sem einstakt landslag er og magnað dýralíf er í miklu návígi. Komdu með okkur meðfram hinni töfrandi strandlengju með einstökum fjöllum, fjölda fossa og róandi umhverfi.
Okkar markmið er að skapa einstaka og ógleymanlega upplifun fyrir þig, við bjóðum upp á sérsniðna leiðangra sem henta þínum þörfum, sem og skipulagðar ferðir sem þú getur farið í án fyrirhafnar. Einnig bjóðum við uppá léttar dagsferðir.
Öryggi þitt og geta innan sjókajaksiglinga skiptir mestu máli þegar þú ert á sjó með okkur.
Við hlökkum til að fá þig með í ævintýri á Vestfjörðum.
Wildlife Photo Travel bjóða upp á 8 daga ljósmynda vinnustofu, þar sem viðfangsefnið er heimskautarefurinn á Hornströndum. Viltlífs ljósmyndaferðalög. Wildlife Photo Travel samanstendur af landslags- og dýralífs ljósmyndurum með ástríðu fyrir hrárri náttúrunni sem fyrirfinnst í íslenskum freðmýrum.
Í ljósmyndaferðunum okkar lærir þú ljósmyndatækni, heimsækir þú friðlandið á Hornströndum heimkynni refanna, þar sem þú kemst í einstaka nálægð við þessa ferfættu landnema.
Vinnustofurnar okkar eru opin öllum þeim sem hafa áhuga á ljósmyndum óháð kunnáttu og eru ferðirnar aðlagaðar að getu þátttakenda.
Eining er boðið upp á einkaferðir fyrir litla hópa. Endilega sendið fyrirspurn ef það eru einhverjar spurningar.