Fjölskyldufjör

Vestfjarðaleiðin hefur upp á mikið að bjóða fyrir fjölskyldur bæði tengt náttúru og þjónustu. Á leiðinni má finnar margar skemmtilegar sundlaugar ásamt alveg einstökum náttúrulaugum sem gaman er að skella sér í til skemmtunar eða til að hlaða batterýin eftir langan dag. Margir fallegir staðir bjóða upp á fjölskylduvæna útiveru í náttúrunni meðal annars má skemmta sér í fjörum, vaða í lækjum og skoða fossa.

Fjölmörg söfn má finna á leiðinni og eru mörg þeirra einstaklega áhugaverð fyrir alla fjölskylduna, hvort sem þið viljið fræðast um sögu, sjóskrímsli eða galdra. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 

Það má síðan ekki gleyma dýralífi Vestfjarðaleiðarinnar sem er fjölbreytt og býður upp á mikla skemmtun fyrir jafnt stóra sem smáa. 

Upphaf fjölskyldugarðsins
Frumkvöðull að þessum garði var Vilborg Arnarsdóttir (Bogga í Súðavík), fyrsti framkvæmdastjóri garðsins. Hana hafði lengi langað að búa til sumarleiksvæði til þess að auka fjölbreytni í afþreyingu fyrir fjölskyldur og ferðamenn á norðanverðum Vestfjörðum, efla útiveru og hreyfingu og stuðla að ánægjulegri samveru foreldra og barna. Bogga hófst handa við verkefnið eftir að sonur hennar, Ragnar Freyr Vestfjörð, lést í bílslysi í Súðavík árið 2001, aðeins 17 ára gamall. Garðurinn er til minningar um hann.

Draumurinn um garðinn rættist með aðstoð heimamanna, sumarbúa, gesta, fjölmargra velunnara á öllum aldri og fjölda styrktaraðila. Unnið hefur verið af alúð og umhyggju í sjálfboðavinnu í mörg þúsund klukkustundir.

Fjár hefur verið aflað með ýmsu móti. Börn hafa haldið tombólu og gefið garðinum peningana. Ýmiss konar varningur hefur verið seldur, margt af því gjafir til garðsins. Bökuð hafa verið fjögur tonn af kleinum á þessum 11 árum. Fjársmalar í Ísafjarðardjúpi hafa styrkt garðinn og tónleikar verið haldnir svo dæmi séu tekin.

Framkvæmdin
Félagið Raggagarður var stofnað 8. janúar 2004 til þess að standa að gerð og framkvæmd garðsins. Í stjórn félagsins, meðan á uppbyggingu stóð árin 2004 til 2015, voru: Vilborg Arnarsdóttir formaður, Barði Ingibjartsson, Sigurdís Samúelsdóttir, Anne Berit Vikse og Jónas Ágústsson.

Framkvæmdir hófust við Raggagarð 14. maí 2004 og leikjasvæðið var opnað 6. ágúst 2005. Leikjasvæðið er tvískipt, efra svæðið fyrir eldri börnin og það neðra fyrir þau yngstu.

Haustið 2013 var hafist handa við gerð útivistarsvæðis og byggð þrjú geymsluhús fyrir lausamuni garðsins. Á svæðinu má sjá sérkenni Vestfjarða á einum stað ásamt listaverkum úr náttúruefnum. Útivistarsvæðið var formlega opnað 8. ágúst 2015.

Aðstaða
Svið ásamt áhorfendasvæði, ætlað fyrir fjölskyldusamkomur og listaviðburði, er á útivistarsvæðinu. Nokkur útigrill eru á leikjasvæðinu til afnota fyrir gesti. Sæti og borð eru fyrir yfir 100 manns í öllum garðinum.

Gestabók og sparibaukur eru við salernishúsið og eru gestir beðnir um að skrifa í bókina í hvert sinn sem garðurinn er heimsóttur. Enginn aðgangseyrir er í Raggagarð en frjáls framlög í baukinn eru vel þegin til að styrkja rekstur garðsins.

Salerni, grill og önnur aðstaða í garðinum eru opin frá 1. júní til 1. september, en gestum er þó velkomið að heimsækja garðinn á öðrum tímum líka.

Garðurinn er byggður upp með huga, höndum og hjarta heimamanna og annarra velunnara.

Fjölskyldugarður Vestfjarða sem er fyrir alla fjölskylduna á öllum aldri. Grillaðstaða fyrir fjölskyldur og hópa.

Sjá heimasíðu garðsins: www.raggagardur.is

Á Vestfjarðaleiðinni má finna fjölmargar sundalaugar sem hægt er að njóta.

Opinn landbúnaður, frá 15. maí - 14. júní, daglega frá 13:00 til 17:00, 15. júní - 14. ágúst, daglega frá 11:00 til 18:00, 15. ágúst - 15. september, daglega frá 13:00 - 17:00 og 16. september - 14. maí samkvæmt samkomulagi.

Hópar panti fyrirfram.

Til sölu rjómaís, skyr og ostar framlett af Rjómabúinu Erpsstöðum. Fjósaskoðun, kynning á starfssemi kúabús, skoða byggingar og húsdýr með leiðsögn ábúenda.

Seld gisting í sumarhúsi, opið allt árið.

Sjá vefsíðu

Bátsferðir eru góð og skemmtileg afþreying fyrir alla fjölskylduna, hvort sem er til þess að komast á milli staða eða skoða sig um, leita að hvölum eða njóta fagurra fjarða. 

Vínlandssetrið er spennandi áfangastaður fyrir unga sem aldna, þar sem sögum af landafundum Eiríks rauða og Leifs heppna Eiríkssonar á Grænlandi, Kanada og í Bandaríkjunum, eru gerð skil í nýrri sýningu sem samanstendur af myndverkum tíu þekktra íslenskra myndlistarmanna. Þú ferðast um söguna með hljóðleiðsögn og skoðar um leið töfraheim sýningarinnar. Að sýningu lokinni getur verið gott að fá sér einhverja næringu eða gott kaffi á neðri hæðinni.

Opið daglega á tímabilinu maí til október.

Galdrasafnið opnaði árið 2000 á Hólmavík og hefur síðan verið mjög vinsæll viðkomustaður meðal ferðafólks, enda er sýningin mjög vel heppnuð og mikið til hennar vandað. Á sýningunni er fjallað um íslensk galdramál og þjóðtrú tengdri viðfangsefninu. Þar kynnast gestir sérstökum galdramálum og fólkinu sem kom við sögu. Einnig er m.a. hægt að kynna sér hvernig vekja skal upp drauga eða kveða þá niður, koma sér upp nábrókum og gera sig ósýnilegan.

Sumaropnun 15. maí - 30. september: Daglega10:00 - 18:00
Vetraropnun 1. október- 14. maí: Daglega 12:00-18:00

Galdrasafnið opnaði árið 2000 á Hólmavík og hefur síðan verið mjög vinsæll viðkomustaður meðal ferðafólks, enda er sýningin mjög vel heppnuð og mikið til hennar vandað. Á sýningunni er fjallað um íslensk galdramál og þjóðtrú tengdri viðfangsefninu. Þar kynnast gestir sérstökum galdramálum og fólkinu sem kom við sögu. Einnig er m.a. hægt að kynna sér hvernig vekja skal upp drauga eða kveða þá niður, koma sér upp nábrókum og gera sig ósýnilegan.

Sumaropnun 15. maí - 30. september: Daglega10:00 - 18:00
Vetraropnun 1. október- 14. maí: Daglega 12:00-18:00

Í botni Patreksfjarðar er að finna fallegan foss sem heitir Svuntufoss. Til að komast að honum, er ekið eftir vegi 62 í átt að Patreksfirði. Um 5 mínútum eftir að ekið er fram hjá Kleifakarlinum, er beygt til hægri inn á lítinn malarveg. Þessi vegur er ekki í góðu ástandi, akið því varlega eftir veginum í örfáar mínútur og þá er komið á áfangastað. Gæta skal fyllsta öryggis við fossinn. Engin bílastæði eða innviðir eru við fossinn, því skal passa að ganga vel um svæðið.

Dalahestar er lítið fjölskyldu rekið fyrirtæki sem bíður upp á sérsniðna reiðtúra í fallegu nærumhverfi Hvammsfjarðar. Við bjóðum einstaklingum og litlum hópum að upplifa einstaka náttúru og útsýni.

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.

Á sveitabænum okkar Hólum er að finna mörg dýr, þar á meðal hesta, hunda, ketti, kanínur, endur, kalkúna, kindur, lömb, hænur, geitur, svín og jafnvel talandi krumma sem er heimsþekktur fyrir að koma fram í íslensku Netflix þáttunum "Katla"!

Verið velkomin í heimsókn til okkar þar sem þið getið skoðað, fræðst og jafnvel klappað dýrunum.

Opið 17. júní - 5. ágúst frá 11:00 til 16:00. Lokað á þriðjudögum.

Hlakka til að sjá ykkur.

Heimskautarefurinn er eina spendýrið á Íslandi sem hefur komið hingað til lands án hjálpar mannsins. Stór hluti íslenska tófustofnsins er á Vestfjörðum og halda dýrin mikið til í kringum stór fuglabjörg og strendur. Að vetrinum til er refurinn hvítur en verður brúnn á sumrin. Refurinn var friðaður á Hornströndum árið 1995 og er orðinn ansi gæfur á svæðinu. Melrakkasetrið í Súðavík er helgað refnum og má þar sjá yrðlinga í girðingu að sumri til.

Heiti potturinn í Heydal er náttúrulaug í stuttu göngufæri frá Sveitahótelinu í Heydal. Gott er að enda ánæjulegan dag með því að finna þreytuna líða úr sér í þessum náttúrupotti sem sumir segja færi gestum kraft.

Hér á eftir er úrdráttur úr viðtali við Stellu Guðmundsdóttir gestgjafa í Heydal sem birtist í ferðablaði Markaðsstofu Vestfjarða vorið 2008.
Gestum finnst forvitnilegt að gista í fjósi og borða í gamalli hlöðu, segir Stella Guðmundsdóttir, gestgjafi í Heydal. Hún rekur þar ásamt fjölskyldu sinni fjölþætta ferðaþjónustu. Sumarið leggst afar vel í okkur. Pantanir lofa góðu og það verður nóg um að vera í allt sumar, Í Heydal er meðal annars boðið upp á gistingu, tjaldsvæði, veitingar, kajakróður og hestaferðir. Dalurinn er algjör perla. Ef gengið Er meðfram ánni inn dalinn sem er kjarri vaxinn má sjá nokkur gil og í innsta gilinu eru margir litlir fossar. Einnig er gaman að ganga upp á fjöllin og yfir í næstu firði. Góð aukning var á tjaldsvæðinu á síðasta sumri. Við höfum gert mikið fyrir svæðið, gróðursett tré, komið fyrir leiktækjum og sett upp salerni og heitar sturtur. Svo er það að sjálfsögðu heita náttúrulaugin sem er alltaf vinsæl enda talið að Guðmundur góði hafi vígt hana og á hún að vera hin mesta heilsulind.

Fuglaskoðun og gæðamál
Við höfum alla tíð lagt áherslu á vöruþróun og gæðamál. Í ár verða nokkur skref stigin í þá veru. 2007 fengum við styrk frá Ferðamálaráði til að gera upplýsingaspjöld um þá fugla sem sjá má í Heydal og nágrenni. Í tengslum við það höfum við keypt sjónauka og unnið þannig að því að fjölga ferðamönnum sem koma til okkar gagngert til að skoða fugla, sem og að benda almennum ferðamönnum á þann fjársjóð sem í fuglunum felst. Spjöldin voru vígð í Júní sl. sumar og af því tilefni var ýmislegt við að vera, svo sem samkeppni um bestu fuglavísuna, skemmtilegustu fuglamyndina og fleira, segir Stella. Gæðamálin skipa ekki síðri sess. Við erum í verkefni Félags ferðaþjónustubænda og Ferðaþjónustu bænda sem heitir Gerum góða gistingu betri. Þá verðum við líklega fyrst vestfirskra ferðaþjónustufyrirtækja til að fá Green Globe vottun sem vistvæn ferðaþjónusta, en það ferli er nú á lokastigi, segir Stella að lokum.

Dynjandi er mestur fossa á Vestfjörðum. Hann má finna í Dynjandisvogi fyrir botni Arnarfjarðar. Fossinn og umhverfi hans hans var friðlýst sem náttúruvætti árið 1981, enda um einstaka náttúruperlu að ræða.
Dynjandi er í ánni Dynjandi sem rennur ofan af Dynjandisheiði. Hún á upptök sín í nokkrum vötnum á heiðinni sem liggur í jaðri hálendissvæðis Glámu. Glámusvæðið einkennist af jökulruðningum og dældum sem smávötn hafa safnast í.
Dynjandi fellur niður u.þ.b. 100 metra hátt og bungumyndað berg. Fossastiginn hefur orðið til vegna lagskiptingar bergsins í hraunlög og lausari millilög. Fossberarnir eru hraunlögin en millilögin hefur áin grópað undan þeim. Fossarnir í Dynjanda eru sex. Efst er Fjallfoss, þá Hundafoss, Strokkur, Göngumannafoss, Hrísvaðsfoss og Sjóarfoss.

Rauðasandur er 10 kílómetra löng strandlengja sem einkennist af fallega lituðum rauðum sandi. Liturinn getur verið allt frá því að vera gulur, rauður og allt að því svartur, þetta fer allt eftir birtunni. Sandurinn fær þennan rauða lit líklegast vegna skeljabrota frá Hörpudiskskeljum.

Tilvalið er að koma á Rauðasand á háfjöru og rölta um sandinn og týna sér í víðáttunni og njóta útsýnisins. Rauðisandur býður upp á frábært útsýni að Snæfellsnesi og þar fær jökullinn að njóta sýn í góðu veðri.

Samúel Jónsson (1884-1969) hefur verið nefndur "listamaðurinn með barnshjartað". Þegar hann fékk ellilífeyri byggði hann listasafn og kirkju, gerði líkön af fjarlægum merkisbyggingum og málaði listaverk í Selárdal, án þess að hafa notið nokkurrar tilsagnar í myndlist. Að Brautarholti í Selárdal bjó hann til styttur af selum, ljónum, sæhesti, önd með unga sína á bakinu og af Leifi heppna. Ekki nóg með það, heldur reisti hann einn síns liðs heila safnbyggingu yfir verk sín auk kirkju sem hann ætlaði að varðveita altaristöflu er hann hafði málað og sem sóknarkirkjan hafði hafnað. Félag um listasafn Samúels hefur undanfarna tvo áratugi gert við höggmyndir og byggingar Samúels og endurgert íbúðarhús hans að Brautarholti. Safnið er opið gestum yfir sumartímann og allir velkomnir í kaffi í hús Samúels.

Sjóstangveiði er frábær skemmtun fyrir fólk á öllum aldri. Víða á Vestfjarðaleiðinni er hægt að komast í slíkar ferðir.

Kíkið til okkar á 10. öldina. Setjumst við eldinn og spjöllum við sagnafólk, sem segir okkur fornar sagnir af búskap og fólki á Eiríksstöðum til forna. Það er hægt að fá að handleika verkfæri, vopn og gripi sem eru eftirgerðir af gripum landnámsaldar.

Sagnafólkið okkar hefur djúpa þekkingu á sögu bæjarins, ábúendum og á landsnámsöldinni. Leiðsagnir eru í boði allan daginn.

Opið frá klukkan 10:00 til 17:00 alla daga frá 1. maí til 15. október.


Melrakkasetur Íslands er fræðasetur sem helgað er íslenska melrakkanum sem er af tegundinni Vulpes lagopex og er eina upprunalega landspendýrið á Íslandi.

Melrakkasetur Íslands ehf. var stofnað í Súðavík 15. september 2007 og meðal stofnfélaga eru einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög. þessir aðilar eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á íslensku tófunni og öllu sem henni viðkemur, svo og náttúrulífs- og sögutengdri ferðaþjónustu.

Langtímamarkmið með stofnun setursins eru þau að safna saman á einn stað allri þekkingu, efni og hlutum sem tengjast melrakkanum í fortíð og nútíð. Að setja upp sýningu fyrir ferðamenn þar sem mun verða á boðstólnum fræðandi efni í máli og myndum um refi í náttúrunni, hérlendis sem erlendis, refarækt og refaveiðar. Ennfremur að stuðla að og taka þátt í rannsóknum á líffræði tegundarinnar og þróun sjálfbærrar náttúrulífs-ferðamennsku.

Opið:

  • Maí: 10:00-16:00
  • Júní - Júlí: 09:00-18:00
  • September: 10:00-16:00
  • 01. október - 14. maí: eftir samkomulagi

Hvalaskoðun er stórfengleg upplifun fyrir unga sem aldna hvort sem er af sjó eða landi.

Hægt er að skoða seli viða á Vestfjarðaleiðinni bæði frá landi og á sjó.