Hótel

Gisting er í nýuppgerðum pakkhúsum í miðju þorpsins í Flatey, í Eyjólfspakkhúsi, Stóra-Pakkhúsi og veitingasalur hótelsins er í samkomuhúsinu. Eyjólfspakkhús stendur við samnefnda bryggju og þaðan er útsýni yfir Hafnareyna. Stóra-Pakkhús ásamt samkomuhúsinu eru þar við hliðina.

Hótel Flatey býður nú upp á 7 tveggja manna herbergi, 2 fjölskylduherbergi (hjónarúm og 2 kojur), 3 svítur og 2 eins manns herbergi. Samtals 12 herbergi og 23 rúm. Öll herbergin eru með sameiginlegu baðherbergi. Morgunmatur er innifalinn í verðinu.

Sveitahótelið Heydalur er í 130 km fjarlægð frá Ísafirði og 320 km - 340 km fjarlægð frá Reykjavík eftir því hvaða leið er valin. Veitingasalur, sem er í gamalli hlöðu, rúmar 70 - 100 manns og fundaraðstaða er fyrir 10 - 40 manns. Boðið er upp á gistingu fyrir 59 manns í átta tveggja manna og einu þriggja manna herbergi í flokki 3 og átta tveggja manna og tveimur þriggja manna herbergjum í flokki 4 öll með sér baðherbergjum ásamt þremur sumarbústöðum, annars vegar 10 manna og hins vegar 4 - 5 manna. Gott tjaldsvæði sem er opið frá 1. júní fram í októberlok.

Gnægð afþreyingar er í boði. Lítil sundlaug í suðrænu gróðurhúsi, heitur frumlegur pottur og náttúrulaug vígð af Gvendi góða. Kajak og hestaleiga með leiðsögn við allra hæfi, bæði styttri ferðir og dagsferðir. Veiði í vötnum. Á veturna snjóþrúgur og gönguskíði. Falleg gönguleið um dalinn sem eitt sinn hýsti 13 bæi. Friðaður birkiskógur. Fjölbreytt fuglalíf og plöntugróður. Fugla og plöntuspjöld eru til fróðleiks.

Veitingasalurinn er öllum opinn. Boðið er upp á fjölbreyttan matseðil, þar sem áhersla er lögð á mat úr héraði, heimaræktuðu grænmeti og nýveiddan silung úr eigið eldi. Veitingastaðurinn er með vínveitingaleyfi.

Á tjaldsvæðinu er snyrtiaðstaða með heitu vatni, þrjú kvenna og karla klósett og sturtur sitt hvoru megin. Rafmagn fyrir húsbíla og tjaldvagna. Leiksvæði bæði fyrir börn og unglinga. Frábært umhverfi til göngu og leikja í kjarrinu.

Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla

Gisting: 3 hús, 19 herbergi, 59 rúm

Dalahótel er fjölskylduhótel staðsett í fallegum og rólegum dal, aðeins einum km frá þjóðvegi 60. Staðurinn er frægur frá fornöld, en þar bjó Guðrún Ósvífursdóttir sem var ein af aðalpersónum Íslendingasagna. Hótelið er staðsett við rætur fjalls þar sem þú getur notið ósnortinnar náttúru með fjölda gönguleiða við allra hæfi. Í lok dags er hægt að slaka á í Guðrúnarlaug, sem er náttúrulaug staðsett rétt ofan við hótelbygginguna, eða í heitu pottunum og sundlauginni á hótelsvæðinu.

Veitingastaður Dalahótels er opinn öllum á eftirfarandi tímum:

Morgunverður: 8:00 - 10:00.

Hádegisverður: 12:00 - 14:00.

Kvöldverður: 18:00 - 21:00.

B&B, 2 x 2ja manna herbergi með sameiginlegu baði og 3 x 2ja manna herbergi með sér baði. Heimabakað brauð, berjasultur og grænmeti úr görðunum okkar.

Við tökum á móti ferðafólki frá 15. maí - 15. september. Möguleiki að taka á móti smærri hópum utan þess tíma.

Við leggjum áherslu á náttúruupplifun og kyrrð; gönguferðir og fuglaskoðun; í anddyri gistiheimilisins eru sýningar á hönnun og myndlist, inni á herbergjum valdar bókmenntir og myndlist.

Arkítektateymið Studio Bua hannaði breytingar á byggingunni í samvinnu við eigendur.

Verið velkomin!

Bókanir: thora@this.is.
Sími: 896-1930 eða 891-8674.
Þið finnið okkur á Facebook hér.

Vinsamlega sendið okkur netpóst, hringið eða sendið sms.

Hótel Ísafjörður er þægilegt heilsárshótel í höfuðstað Vestfjarða, Ísafirði. Hótelið er við Silfurtorg í hjarta bæjarins steinsnar frá allri þjónustu og höfninni. Í næsta nágrenni eru einnig sundlaug, upplýsingamiðstöð, söfn og strætisvagnar. Hótelið er allt innréttað í ljósum þægilegum litum og mjög vel í stakk búið til að þjóna fjölbreyttum hópi viðskiptamanna. Á hótelinu er öll aðstaða eins og best verður á kosið fyrir ferðamenn, fjölskyldur og fólk í viðskiptaerindum. Öll herbergin eru með sturtu, hárþurrku, sjónvarpi, síma, útvarpi og kaffi/te setti auk þess sem frí háhraða nettenging er á öllum herbergjum og veitingasölum. Hótelið er allt reyklaust.

Á veitingastað hótelsins Við Pollinn er lögð áhersla á gæði jafnt í þjónustu sem matreiðslu og metnaður er lagður í að nýta hráefni úr nágrenninu á sem fjölbreyttastan hátt. Á Hótel Ísafirði er góð aðstaða til að taka á móti smærri og stærri hópum.

Starfsfólk hótelsins leggur sitt af mörkum til að gera dvölina bæði ánægjulega og þægilega og hefur faglegan metnað til að takast á við viðfangsefni af ýmsu tagi. Persónuleg þjónusta og heimilislegt andrúmsloft hótelisins og nálægð við einstæða náttúru skapar öðruvísi umgjörð.

AÐSTAÐA

Hótel Laugarhóll er heimilislegt, sveitahótel í gróðursælum dal á Ströndum, miðja vegu milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Boðið er upp á gistingu í eins, tveggja og þriggja manna herbergjum, með eða án sér baðs. Einnig er tekið er á móti hópum, allt að 40 manns í uppbúin rúm. Á Laugarhóli er að finna notalega setustofu með nettengingu, veitingastað, íþróttasal og gallerí, sundlaug og heitan pott. Skammt frá hótelinu er tjaldsvæði með rennandi vatni og salernum. Tjaldsvæðið er opið frá 1. júní til 1. september.

Utan háannatíma hentar staðurinn einstaklega vel til funda-, námskeiða- og ráðstefnuhalds og ekki síður sem æfingabúðir fyrir kóra, leik- og íþróttahópa, björgunarsveitir eða gönguskíðagarpa,

AFÞREYING

Við hótelið stendur Gvendarlaug hins góða, ylvolg sundlaug, með náttúrulegu heitu vatni (32°C) og náttúruleg heit uppspretta (42°C), vinsæll viðkomustaður hjá lúnum ferðalöngum. Í næsta nágrenni eru fjölbreyttar og fallegar gönguleiðir, silungsveiði, hestaleiga, sjóstangveiði og lundaskoðun, ósnert og víða stórbrotin náttúra og ævintýralegar rekafjörur sem eru eitt helsta tákn Strandasýslu.

VEITINGASTAÐUR

Boðið er uppá veitingar í björtum og notalegum borðsal með útsýni yfir sveitina. Þar má gæða sér á bragðgóðum, heimilislegum mat úr héraði í bland við framandi rétti. Á boðstólum er að jafnaði ferskt sjávarfang, heimalagaðar súpur og nýbakað brauð, ásamt grænu salati og kryddjurtum úr garðinum, að ógleymdum girnilegum eftirréttum.

KOTBÝLI KUKLARANS

Strandir hafa löngum verið kenndar við galdra og í Bjarnarfirði bjó Svanur galdramaður á Svanshóli sem getið er í upphafskafla Njálu. Kotbýli kuklarans er annar áfangi Galdrasafnsins á Hólmavík og stendur við hlið Gvendarlaugar. Það sýnir vel þær aðstæður sem almúgafólk á Ströndum bjó við á tímum galdrafársins og fátæklegur aðbúnaðurinn útskýrir ef til vill þörf þess til að sækja sér styrk í kukl.

GVENDARLAUG HINS GÓÐA

Sundlaugin á sér merka sögu en hún var byggð á fimmta áratug síðustu aldar með sameiginlegu átaki bænda úr hreppnum. Nýleg sundskýli eru við laugina og í anddyri þeirra er sýning sem greinir í máli og myndum frá byggingu laugarinnar.

GVENDARLAUG HIN FORNA

Skammt ofan við sundskýlin er Gvendarlaug hin forna, náttúruleg heit uppspretta, blessuð í byrjun 13. aldar af Guðmundi góða fyrrum Hólabiskupi. Hún er talin búa yfir lækningamætti og er nú friðuð og í umsjá Þjóðminjasafns Íslands.

STAÐSETNING

Frá Reykjavík er rúmur þriggja stunda akstur (258 km) að Laugarhóli, gegnum Borgarnes og Búðardal til Hólmavíkur. Þaðan liggur leiðin fyrir botn Steingrímsfjarðar og yfir Bjarnarfjarðarhálsinn. Hótel Laugarhóll er við veg nr. 643.

Fisherman er ferðaþjónn á Suðureyri sem hefur m.a. 18 herbergi í boði fyrir gesti sem vilja upplifa sjávarþorpið Suðureyri og Vestfirði í heild sinni. Við höfum bæði herbergi með sameiginlegu baðherbergi og einnig herbergi með sér baðherbergi. Öll herbergi og veitingarými eru reyklaus og því miður getum við ekki leyft dýrum að koma með að tillitsemi við aðra gesti. Tengsl ferðaþjónustu og atvinnulífs í litlu vistvænu sjávarþorpi hefur notið vinsælda meðal okkar gesta. Hægt er að heimsækja þorskinn í lóninu, skella sér á sjóinn sem háseti á línubát, heimsækja fiskvinnsluna á staðnum eða fara í matarferð með leiðsögn um vistvænt sjávarþorpið. Við erum stolt af því að vera ferðaþjónar í sjávarþorpinu Suðureyri og okkur langar að hjálpa þér að upplifa Sjávarþorpið Suðureyri. Skoðaðu úrvalið af gistingu á heimasíðunni okkar.

Holt Inn er fjölskyldurekið sveitahótel í hjarta Vestfjarða, í aðeins 15 mínútna akstri frá Ísafirði. Hótelið sem eitt sinn var skóli er nú með 11 nýuppgerðum herbergjum með sérbaðherbergi, þar af eitt fjölskylduherbergi. Hvert herbergi er með útsýni yfir eitt af tignarlegu fjöllum Önundarfjarðar. Á hótelinu er einnig setustofa sem tekur um 30 manns og salur sem tekur rúmlega 100 manns. Þar er gott að halda fundi, ráðstefnur og veislur. Góð nettenging, skjávarpi, sjónvarpsskjár, píanó og orgel eru til staðar. Hótelið býður einnig uppá hleðslustöðvar og heitan pott, sem er með útsýni yfir allan fjörðinn.

Holt Inn gerir sér far um að veita persónulega þjónustu og sýna gestrisni. Lögð er áhersla á nálægð við einstaka náttúru, friðland, fjöru, fjöll, firði, hreinleika, dýralíf, útsýni og norðurljós. Einnig býður staðurinn upp á friðsæld, fámenni, litla ljósmengun, víðáttu og kyrrð.

Með öllu þessu sem Holt Inn og umhverfi hefur að bjóða þá er það stefna hótelsins að gestir geta fengið einstaka gæðaupplifun fjarri hversdagslegu amstri á flottu hóteli en með snefil af sveitastemmingu.

Í nágrenni Holts er hægt að upplifa ævintýri og menningu. Það má til dæmis fara á skíði, í fjallgöngur, gönguferðir, kajakferðir og hestaferðir. Einnig er hægt að skella sér á ströndina í Holti, sem er aðeins í stuttu göngufæri frá hótelinu og hefur hótelið hálftjöld til útláns sem tilvalin eru á ströndina.

Hótelið er reyklaust og býður upp á frítt internet.

Hótel Flókalundur er lítið fjölskyldurekið sumarhótel í Vatnsfirði á sunnanverðum Vestfjörðum, um það bil 6 km frá Brjánslæk þar sem ferjan Baldur kemur að landi. Hótelið er miðsvæðis á Vestfjörðum og stutt í margar af helstu náttúruperlum landsfjórðungsins.

Vatnsfjörður er friðland og þekktur fyrir náttúrufegurð og fjölbreytt lífríki. Þar er mikil veðursæld og því gaman að njóta útiveru í gróðurríkum firðinum.

Sendu okkur tölvupóst til að fá nánari upplýsingar.

Hótel Flókalundur er opinn frá 20. maí - 15. september

Gisting
Hótel Flókalundur er heimilislegt sveitahótel með 27 notalegum eins og tveggja manna herbergjum. Öll herbergin eru með sér baði (wc/sturta), auk þess sem rúmgóð setustofa með sjónvarpi er á hótelinu. Hjólastólaaðgengi er í tveimur af herbergjunum.

Veitingar
Veitingasalur er opinn frá 7:30 til 23:00. Morgunverðarhlaðborð er frá 7:30 til 10:00 og í hádegi er boðið upp á rétt dagsins ásamt smáréttaseðli sem hægt er að panta af allan daginn. Hægt er að fá mat af kvöldverðarmatseðli og smáréttaseðli til 21:00. Barinn er opinn til 23:00.

Bensínstöð
Hægt er að kaupa eldsneyti af sjálfsala.

Tjaldsvæði
Tjaldsvæði er stutt frá hótelinu þar er góð aðstaða fyrir tjöld, tjaldvagna og fellihýsi. Hægt er að komast í rafmagn og í þjónustuhúsi eru salerni, vatn, sturtur og aðstaða fyrir uppvask.

Hótel Horn er innréttað í einföldum en líflegum stíl, innblásnum af náttúru Vestfjarða. Í boði eru standard herbergi, fjölskylduherbergi með afstúkuðum kojum og svefnsófa og deluxe herbergi fyrir þá sem vilja þægindi og nóg pláss. Öll herbergin eru með baðherbergi og reyklaus. Öll herbergin eru reyklaus og boðið er upp á fría nettengingu. Einnig er kaffibakki, hárþurrka, 32-42 tommu sjónvörp og góð frí bílastæði við hótelið. Lyfta og hjólastólaaðgengi

Á annarri og þriðju hæð eru svo setustofur með sófum, leikhorni fyrir börnin og tölvu. Öll herbergin eru staðsett á annarri hæð hússins, en aðkoma að húsinu er góð og í því er lyfta og tvö herbergi eru með hjólastólaaðgengi.

Gestamóttaka og morgunverður fyrir Hótel Ísafjörð - Horn er á systurhótelinu Hótel Ísafirði - Torg, Silfurtorgi 2.

Boðið er upp á gistingu í tveggja manna herbergjum með baði og svítur, notalegan matsal og setustofu, heitan pott og sauna.

Mikið úrval gönguleiða, einstæð náttúrufegurð og vagga sagnanna.